10.04.1972
Neðri deild: 58. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1264 í B-deild Alþingistíðinda. (816)

161. mál, lántaka vegna kaupa á þyrlu og viðgerðar á varðskipinu Þór

Frsm. (Ásberg Sigurðsson):

Herra forsetl. Fjhn. d. hefur fengið til umsagnar frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til lántöku vegna kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæzluna. Frv. þetta er stjfrv. til staðfestingar á brbl. frá því 4. júní 1971. Málið kemur nú frá Ed., sem hefur gert þá breytingu á frv. að hækka lántökuheimildina úr 26 millj. upp í 45 millj. Álit fjhn. er á þskj. 504, og allir þeir nm., sem tóku þátt í meðferð málsins, voru sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt, eins og það liggur nú fyrir.