20.03.1972
Efri deild: 60. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1277 í B-deild Alþingistíðinda. (864)

4. mál, kaup á skuttogurum

Frsm. (Halldór Kristjánsson):

Herra forseti. Það voru átta togarar, sem um var að ræða, þegar brbl. voru gefin út. Gert var ráð fyrir, að tveir kæmu til útgerðarfyrirtækis Sverris Hermannssonar, Bæjarútgerð Reykjavíkur fengi tvo, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar einn og Útgerðarfélag Akureyringa tvo, en einum væri óráðstafað og mér er ekki kunnugt um, að fyllilega hafi verið gengið frá því enn, hjá hverjum hann lenti. En hinir fimm, sem við hafa bætzt síðan, eru Einar Sigurðsson útgerðarmaður og Ingvar Vilhjálmsson, sem báðir munu gera út fra Reykjavík, en útgerðarfyrirtæki Sturlaugs Böðvarssonar og Víkings á Akranesi munu standa saman að einum og Stefán Pétursson á Húsavík fá þann fjórða, en sá fimmti, sem ekki hefur fyllilega verið gengið frá að formi til, er Aðalsteinn Loftsson á Dalvík.