27.10.1971
Efri deild: 6. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

5. mál, áfengislög

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Allshn. þessarar hv. d. hefur haft til athugunar frv. þetta, sem hér er á dagskrá, til breyt. á áfengislögum. Frv. er stjfrv., og fyrir því mælti í s.l. viku hæstv. dómsmrh. Hér er um þrjár breytingar að ræða, ekki veigamiklar þó, á áfengislögunum, eins og þau eru í dag:

1. Að leyfður verði innflutningur á öli, sem eigi hefur meira vínandamagn að rúmmáli en 2.25%. Eins og lögin eru nú, er algerlega óheimill innflutningur á öli. En þessi breyting er gerð til samræmis við það samkomulag, sem varð á sínum tíma, þegar Ísland gerðist aðili að Fríverzlunarbandalaginu.

2. Þegar lög um menningarsjóð og menntamálaráð voru afgreidd í fyrra var horfið að því ráði, að menningarsjóður fengi starfsfé sitt samkv. ákvæðum fjárlaga. En áður hafði það gilt, að m.a. hefði menningarsjóður tekjur í fyrsta lagi af upptæku áfengi og í öðru lagi af öllum þeim sektum, sem ákveðnar voru fyrir brot á áfengíslögum. En svo vildi til, að við afgreiðslu laga um menningarsjóð og menntamálaráð láðist að nema úr gildi þessi ákvæði áfengislaga um upptæka áfengið og sektirnar. Með þessu frv. er hér gerð bót á og þau ákvæði, er þessar tvenns konar fyrrí tekjur til menningarsjóðs varða, eru felld úr gildi.

Allshn. mælir eindregið með samþykkt þessa frv. Ég vil geta þess, að fjarstaddir voru afgreiðslu þessa máls í n. þeir hv. þm. Magnús Jónsson og Bjarni Guðbjörnsson.