20.12.1972
Neðri deild: 32. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1567 í B-deild Alþingistíðinda. (1139)

121. mál, launaskattur

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Í grg. með frv., sem hér er til umr., kemur fram, eins og hv. frsm. gat um hér áðan, að upprunalega hafi verið hugsað, að hinn sérstaki launaskattur, sem lagður var á í sambandi við verðstöðvunina 1970, 11/2%, yrði gerður að varanlegum tekjustofni ríkissjóðs. Meiri hl. fjhn. hefur flutt brtt. þess efnis, að þetta gildi aðeins árið 1973. En ég vil mega spyrja hæstv. fjmrh. hvort hugmynd hans sé, að hér verði um að ræða varanlegan tekjustofn, eða hvort gert sé aðeins ráð fyrir því, að þeim niðurgreiðslum, sem teknar voru upp 1970 og tekna var aflað til með þessu 11/2% af launaskatti, verði haldið áfram 1973 og þess vegna sé þörf á því að framlengja þennan launaskatt.