20.12.1972
Neðri deild: 32. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1567 í B-deild Alþingistíðinda. (1141)

121. mál, launaskattur

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Að samþykktri þeirri brtt., sem meiri hl. n. flytur, og eftir þá yfirlýsingu, sem hæstv. fjmrh. áðan gaf um, að það sé ekki hugsun hans að gera þennan sérstaka 11/2 % launaskatt að föstum tekjustofni ríkisins, heldur verði þessi skattur eins og áður notaður til niðurgreiðslu á vísitölu um sinn, munu sjálfstæðismenn greiða atkv. með þessu frv.