20.12.1972
Neðri deild: 32. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1570 í B-deild Alþingistíðinda. (1147)

95. mál, almannatryggingar

Frsm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Eins og ég sagði í gær, þegar ég mælti fyrir áliti heilbr.- og trn, fyrir þessu frv., gat ég um það, að við mundum flytja, nokkrir einstaklingar í n., brtt. um þau atriði almannatryggingal., nr. 67 frá 1971, er brtt. hæstv. ráðh. á þskj. 154 lýtur að, af því að í henni væru nokkur atriði, sem við værum ekki alveg sammála um. Ég gerði ráð fyrir því, að því að til stóð í gærkvöld að ljúka hér í hv. d. bæði 2. og 3. umr., án þess að langur tími gæfist þar á milli til þess að athuga málið nánar, að ekki gæfist kostur á því að kalla heilbr.- og trn. saman til fundar til að ræða brtt. hæstv. ráðh. Hins vegar fór það svo í gærkvöld, að 3. umr. um frv. var frestað til þessa fundar í dag, þannig að tóm gafst til að kalla saman heilbr.- og trn, núna eftir mat til þess að athuga þessa brtt. Og í fáum orðum sagt varð niðurstaða þess fundar, að við 4 þm. í n., þ.e.a.s. meiri hl. n., flytjum nú við 3. umr, skrifl. brtt., sem ég mun gera lítillega grein fyrir. Þessir þm. eru — ja, fyrstan skal telja 2, þm. Reykn., síðan eru flm. með mér hv. 3. þm. Norðurl. e., hv. 4, þm. Austf. og hv. 12 þm. Reykv., þ.e.a.s. meiri hl. heilbr.- og trn. stendur að þessari tillögugerð. Tveir hv. nm., þeir hv. 5. landsk. þm. og hv. 3. landsk. þm., tóku ekki afstöðu til þessarar brtt, á fundinum, en munu væntanlega gera grein fyrir afstöðu sinni hér í umr. En einn nm., hv. 5. þm. Vesturl., lýsti andstöðu sinni við þessa brtt.

Vil ég þá, eins og ég hef sagt, gera í örfáum orðum grein fyrir þessari brtt. Það væri sennilega rétt, af því að brtt. liggur ekki frammi, að ég, með leyfi hæstv, forseta, fengi að lesa hana alla í heild, svo að hv. þm. geti þó haft við það að styðjast, þegar þeir athuga þau rök, sem að baki tillöguflutningnum liggja. En till. hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Við 24. gr. Á eftir gr. bætist ný gr., sem verður 25. gr., svo hljóðandi:

75. gr. orðist svo:

Tryggingastofnunin getur tekið að sér sérstakar slysatryggingar vegna sjómanna og annarra, sem ráðnir eru að útgerð skips. Trygging þessi miðast við eftirfarandi bætur:

1. Dánarbætur: a. 1 millj. kr. við dauða, er greiðist nánustu vandamönnum, erfingjum hins látna. b. Mánaðarlegar bætur til ekkju eða ekkils í 8 ár, 3/4 hlutar þeirrar fjárhæðar, er á hverjum tíma ber að greiða samkv. a-lið 1. mgr. 35. gr. c. Mánaðarlegar bætur að 17 ára aldri, þó aldrei lengur en í 8 ár, 3/4 þeirrar fjárhæðar, er á hverjum tíma ber að greiða samkv. c-lið 1. mgr. 35. gr.

2. Slysadagpeningar og örorkubætur: a. Dagpeningar, sem greiðast eftir sömu reglum og dagpeningar samkv. 33. gr. og nema 3/4 þeirrar fjárhæðar. Heildarupphæð dagpeninga skal þó aldrei nema meiru en þeim launum, er hinn slasaði hafði fyrir slysið. b. Ef slys veldur varanlegri örorku, skal greiða örorkubætur, kr. 3 millj., við algera varanlega örorku, en hlutfallslega við minni örorku.

Frá örorkubótum skal draga upphæð slysadagpeninga, sem greiddir hafa verið, og frá eingreiðslu dánarbóta skal draga örorkubætur, ef greiddar hafa verið.

Útgerðarmanni er skylt að taka þessa tryggingu vegna þeirra, er hann ræður í skiprúm, hjá Tryggingastofnun ríkisins eða vátryggingafélagi, enda hefur hann þá tryggt sig að fullu gegn þeirri sérstöku, hlutlægu ábyrgð, er á hann er lögð í 1. gr. laga nr. 58 29. maí 1972.

Ráðh. er skylt að breyta eingreiðslufjárhæðum þessarar gr. í samræmi við almennar hækkanir bótafjárhæðar samkv. lögum þessum.

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að taka að sér aðrar tegundir frjálsrar slysatryggingar. Skal þá jafnan gefa út vátryggingaskírteini.

Tryggingastofnunin getur enn fremur með samþykki ráðh, tekið að sér ábyrgðartryggingar. Ráðh, ákveður með reglugerð nánari tilhögun trygginga samkv. þessari gr., þ.á.m. um innheimtufyrirkomulag og endurtryggingu.

Taki atvinnurekandi slysatryggingu þá, er um er rætt í 1. og 2. tölul., kemur hún í stað samningsbundinnar slysatryggingar hans.“

Ég tel rétt, áður en ég vík að því nokkrum orðum að skýra þann mun, sem er á þessari brtt. og þeirri, sem hæstv. ráðh. hefur flutt á þskj. 154, að taka það fram, af því að ég hjó eftir því í þeirri ræðu, sem hæstv, ráðh. hélt áðan, ég skildi það þannig, að hann boðaði breytingu frá því, sem er í þeirri brtt., er hann flytur á þskj. 154, er lýtur að því, að aðrir atvinnurekendur en útgerðarmenn skuli eiga rétt til þess að kaupa þessa tryggingu, og ég skildi hann þannig, að hann gæti fallizt á það af ástæðum, sem hann rakti, að breyta þar um og binda þessa skyldutryggingu eingöngu við útgerðarmenn. Þessu sjónarmiði er ég alveg sammála og mundi áskilja mér rétt, ef þetta er réttur skilningur hjá mér, til þess, — í samráði við þá, — er standa með mér að þessari brtt., — að fella niðurlag úr minni brtt. þá niður, og ég hygg, að um það séu þeir, sem standa að þessari till., sammála.

Vil ég þá víkja að því, sem er öðruvísi í þessari brtt. en þeirri brtt., sem er á þskj. 154, því að önnur skrifl. till. liggur ekki frammi frá hæstv. ráðh. um þessi atriði.

Það er þá fyrst til að taka, að samkv. brtt. okkar er hér opnuð heimild fyrir Tryggingastofnun ríkisins til þess að taka þessar tryggingar. Eins og brtt. hæstv. ráðh, er, verður að skilja upphaf hennar þannig, að Tryggingastofnuninni sé skylt að gera þetta, og flutti hann röksemdir sínar fyrir því, sem ég ætla að víkja lítillega að hér á eftir. En þetta er fyrsta atriði þess, sem er breytilegt frá því, sem er í hans till.

Þá er annað atriði, sem er frábrugðið hans till. á þskj. 154, sem hann að vísu mun ætla að breyta, og hann lýsti þeirri breytingu hér áðan, að dánarbætur, þ.e.a.s. 1 millj. kr., eigi að greiðast nánustu vandamönnum eða erfingjum hins látna. Það er breyting frá því, sem er á þskj. 154, þar sem gert var ráð fyrir, að skuldheimtumenn gætu gengið að þessum bótum eftir látinn sjómann í dánarbúið, en samkomulag er um það hjá öllum aðilum að breyta þessu í þessa átt.

Þá er að finna atriði í okkar brtt. um slysadagpeninga. Það er ekki neitt ágreiningsatriði, og sé ég ekki ástæðu til þess að fara út í það nánar, og einnig það atriði, að frá örorkubótum skuli draga upphæð slysadagpeninga, sem greiddir hafa verið, og frá eingreiðslu dánarbóta skuli draga örorkubætur, sem greiddar hafa verið. Þar er ekki heldur um neitt ágreiningsefni að ræða, það bezt ég veit.

Þá er í okkar till. í samræmi við það, sem ég lýsti hér í upphafi, að hér er opnuð heimild, sem raunar er nú til staðar í lögunum í dag, fyrir Tryggingastofnunina að taka þessa vátryggingu. Þá er bætt við, að útgerðarmanni sé skylt að taka þessa tryggingu vegna þeirra, er hann ræður í skiprúm, hjá Tryggingastofnun ríkisins eða vátryggingafélagi. Þetta er hér tekið inn til þess að gera þetta atriði, sem allmjög hefur vafizt fyrir mönnum, ákveðið og skýrt.

Ég tel það vera í fullu samræmi við aðra uppbyggingu þeirrar brtt., sem er á þskj. 154 og flutt af hæstv. heilbrh., að opnuð skuli heimild fyrir Tryggingastofnunina til að taka þessar nýju tryggingar og stjórnendur Tryggingastofnunarinnar geti ráðið því, hvort þeir vilja taka þær eða ekki. Í brtt. hæstv. ráðh. á þskj. 154 er að finna ákvæði eins og það, að Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að taka að sér aðrar tegundir frjálsrar slysatryggingar, og enn fremur getur Tryggingastofnunin með samþykki ráðh. tekið að sér ábyrgðartryggingar þannig að ég tel, að það að leggja til breytingu um, að þetta verði aðeins heimild fyrir Tryggingastofnunina sé í fullu samræmi við aðra þætti í þeirri brtt., sem hæstv. ráðh. hefur flutt.

Það kom fram hjá hæstv. ráðh., að hann teldi, að meginforsenda fyrir frv. væri niður fallin og till. raunar tilgangslaus og ætti að draga hana til haka, ef rétturinn til þess að verzla með þessar tryggingar væri ekki bundinn við Tryggingastofnun ríkisins eina. Hann færði fyrir því m.a. þau rök, að á þann hátt gætu iðgjöld af þessum tryggingum verið í algeru lágmarki. Ég hef á þeim skamma tíma, sem ég hef haft til þess að athuga þetta atriði, hvergi fundið neinar óyggjandi upplýsingar um, að þetta þurfi endilega að vera svona. Og á því leikur, a.m.k. í mínum huga, verulega mikill vafi, að þessi staðhæfing sé rétt. Mér þykir a.m.k. skjóta dálítið skökku við, að tryggingatakarnir, þ.e.a.s. útgerðarmennirnir, sem eiga að taka þessar tryggingar, skuli sækja svo sterkt á, eins og ég hef persónulega orðið áþreifanlega var við undanfarna daga, um það, að þessar tryggingar skuli undir engum kringumstæðum bundnar við Tryggingastofnunina eina. Ég tel það skrýtið, að þeir, sem eiga að greiða þessi iðgjöld, sæktu svo mjög sterkt á um þetta, ef það væri tryggt, að hitt fyrirkomulagið, að binda þessar tryggingar eingöngu við Tryggingastofnunina, tryggði fyrir fram lægstu iðgjöldin. Ég tel mig hafa rétt til þess að lýsa því yfir hér, að formaður Landssambands ísl. útvegsmanna sagði við mig í morgun, þegar ég ræddi þetta vandamál við hann ásamt mörgum öðrum, að bann gæti hugsað sér, að það mundi tryggja útveginum lægstu iðgjöldin í sambandi við þessar tryggingar, ef heildarsamtökin hefðu t.d. þann möguleika að geta boðið tryggingarnar út og tryggingafélögin annars vegar, annaðhvort sem ein beild eða þá hvert í sínu lagi, og Tryggingastofnun ríkisins líka gætu boðíð í þessar tryggingar. Hann taldi, að slík samkeppni um iðgjöldin væri til þess fallin að tryggja lægstu iðgjöldin. Og þetta hef ég heyrt fleiri útgerðarmenn segja.

Það er rétt, sem hæstv. ráðh. segir, að Tryggingastofnun ríkisins telur eðlilegt og rétt, að annaðhvort fái hún öll þessi viðskipti, viðskiptin við alla útgerðarmenu landsins, eða hún hafi þessi viðskipti alls ekki. Hins vegar hefur tryggingaráð ekki sagt, að það fullnægi ekki því sjónarmiði þess, að opnuð sé heimild fyrir Tryggingastofnunina til þess að taka þessi iðgjöld og tryggingaráð sjálft ráði því, hvort það tekur þessi viðskipti upp eða ekki. Ég tel mig geta fullyrt það hér af viðtölum við einstaka tryggingaráðsmenn, að þeir telja, að ef þeir hefðu átt að tjá sig um það atriði eitt, þá gætu þeir undir öllum kringumstæðum lýst samþykki sínu við hvorn valkostinn sem væri, annaðhvort að allar þessar tryggingar skyldu vera hjá Tryggingastofnun ríkisins eða hinn kostinn, að opnuð væri heimild fyrir tryggingaráð til þess að taka þetta og tryggingaráð gæti vegið það og metið, hvort það vildi nota þessa heimild að einhverju leyti eða ekki. Það er þannig á valdi þeirra sjálfra, hvort þeir taka nokkuð af þessum viðskiptum eða ekki.

Hæstv. ráðh. taldi, að ef breytt væri til um það, að þessi skyldutrygging útgerðarmanna væri bundin við Tryggingastofnunina eina, þá væri forsendan fyrir breyt, niður fallin og hún yrði dregin til baka. Á þessa skýringu get ég ekki fallizt. Það hefur komið hér fram, að nokkuð mörg atriði í brtt. er nauðsynlegt að fá samþykkt fyrir áramót, og fyrir liggur skýlaust loforð hæstv. ríkisstj. til útvegsmanna um að koma einhverri frambúðarskipan á skyldutryggingamál sjómanna, og m.a. er nauðsynlegt, að ákvæðin um dánarbætur, örorkubætur og annað slíkt og upphæðir þeirra verði fest í lög fyrir áramótin. Sannleikurinn er sá, að það er ekkert að mínu viti, sem gerir það nauðsynlegt í sambandi við þessi mál að vera að taka inn það ágreiningsatriði nú, hvort binda eigi þessar tryggingar eingöngu við Tryggingastofnunina eina eða gefa öðrum færi á að annast þær tryggingar líka. Það er ekkert leyndarmál, að um þetta atriði er á hv. Alþ. verulega mikill skoðanamunur, og það er svo mikill skoðanamunur, að ef á að fá einhvern botn í það innan stjórnarflokkanna, — ég fullyrði það, — þá þarf að fást meiri tími til að athuga það mál en hér gefst fyrir áramótin. Þess vegna tel ég, að það beri enga brýna nauðsyn til þess nú að bæta þessu við líka og ætla að höggva á þetta með því að lögbjóða það í frv. núna á síðustu dögunum, áður en við förum í jólafri, þegar dagskráin er fullskipuð af stórum málum, sem þurfa að komast fram fyrir áramót. Því held ég, að það væri auðveldlega hægt að taka þetta út úr brtt., ef mönnum sýnist svo, — ef vilji er fyrir því hjá hæstv. ráðh. Að öðrum kosti er ekki önnur leið til en sú, sem ég er hér að tala fyrir, að þetta verði látið ganga undir atkv. hv. alþm., hvorn kostinn þeir vilja hafa á í þessum efnum.