20.12.1972
Neðri deild: 33. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1581 í B-deild Alþingistíðinda. (1167)

15. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. Ég tel yfirlýsingu hæstv. ráðh. mikilvæga, og þar sem hann befur nú orðað hana nokkuð á annan veg en hann gerði fyrr, að hann telji, að það þurfi sterka andstöðu, ef aðilar í Vestmannaeyjum eru meðmæltir, — þá þurfi sterka andstöðu úr Grindavík eða öðrum sjávarplássum á Reykjanesi, til þess að hann sæi sér ekki fært að verða við tilmælum um frekari friðun. Þá vil ég treysta því, að þegar til komi, fallist hæstv. ráðh. á að meta aðstöðuna þannig, að hann muni annaðhvort gefa út nýja reglugerð eða breyta þeirri reglugerð, sem fyrir hendi er um þetta sama ákvæði, það skiptir ekki máli. En eftir þessa orðalagsbreytingu í yfirlýsingu hæstv. ráðh. mun ég falla frá brtt., sem ég lagði skriflega fram áðan.