20.12.1972
Neðri deild: 33. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1607 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

95. mál, almannatryggingar

Stefán Gunnlaugsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða öll efnisatriði þessa máls, enda hefur það verið gert allnokkuð af öðrum, og ég sé ekki ástæðu til að lengja þessar umr. með Því að fara að endurtaka ýmislegt af því, sem hér hefur komið fram í umr. En sem trn.- maður vil ég segja þetta:

Þeir, sem hafa staðið að tillögugerð í því máli, sem hér er til umr., hafa lýst því yfir, að þeir muni draga til baka till, sínar. Það hefur komið fram, að hæstv. núv. ríkisstj. eða hæstv. trmrh. fyrir hennar hönd hafi heitið því að koma þessu máli í höfn fyrir n.k. áramót. Nú hefur það komið í ljós, að slík er ósamstaðan í hæstv. ríkisstj., að ekki tekst af þeim ástæðum að leiða þetta mál til lykta nú, eins og lofað var. Þetta vil ég undirstrika. Enda var á hæstv. forsrh. að heyra hér áðan, að hann væri hlynntur frjálsum tryggingum í þessu tilfelli, en hæstv. trmrh. vill, að Tryggingastofnunin hafi þetta eingöngu með höndum, eins og eðlilegt er að mínum dómi undir þeim kringumstæðum, sem hér er um að ræða, og eins og þetta mál allt er vaxið. En eins og þessum málum er nú komið, virðist ekki um annað að gera en láta þetta bíða enn um sinn, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar, ef málið á að fá farsæla lausn. Ég er þess vegna samþykkur því, eins og málum er nú komið.