20.12.1972
Efri deild: 38. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1623 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

121. mál, launaskattur

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Þegar verðstöðvunarl. 1970 voru sett, var gerð breyting á l. frá 1965 um launaskatt, þannig að lagður var á sérstakur skattur, 11/2%, sem rann í ríkissjóð til þess að standa undir kostnaði við niðurgreiðslur, sem þá voru upp teknar eða auknar réttara sagt. Síðan hefur verið svo, að þessum niðurgreiðslum hefur verið haldið áfram og skatturinn hefur verið framlengdar.

Þegar frv. var lagt fram í hv. Nd., var gert ráð fyrir að gera þetta að föstum skattstofni, en eins og ég gerði þá grein fyrir, var það ekki hugsunin, að svo yrði, og var frv. því breytt í þá átt, að það er framlengt til eins árs. Það var alger samstaða um það í hv. Nd. að framlengja lög um launaskatt til eins árs, og ég vona, að svo verði einnig í þessari hv. d. Þegar lá fyrir, að hér var ekki um fastan tekjustofn að ræða og að niðurgreiðslum þeim, sem upp voru teknar, þegar hann var hækkaður 1970, yrði haldið áfram, lýsti fulltrúi Sjálfstfl. í fjhn. yfir stuðningi flokksins við frv., og áður höfðu aðrir flokkar gert það. Ég vonast til, að það verði eins í þessari hv. d., svo að málið megi ná fram að ganga fyrir þinghlé. Leyfi ég mér, herra forseti, að leggja til. að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.