21.12.1972
Sameinað þing: 33. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1642 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

1. mál, fjárlög 1973

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Þegar 2. umr. um fjárlög fór fram, hafði fjvn. ekki afgreitt tekjuhlið frv. og ýmis erindi voru óafgreidd. Síðan hefur n. haldið 5 fundi, og eru fundir n., auk funda í undirnefndum, þá orðnir samtals 43. Flyt ég meðnm. mínum sérstakar þakkir fyrir lipurð við míg og skjóta lokaafgreiðslu í n. við erfiðar aðstæður, þegar mikið var um að vera við önnur verkefni í þinginu samtímis. Liggja nú fyrir annars vegar sameiginlegar till, n. á þskj. 217 og 238 um afgreiðslu á ýmsum erindum og heimildartill. og hins vegar till. meiri hl. n. um tekjuhlið frv. og þær breytingar á útgjöldum ríkissjóðs, sem leiðir af nýgerðum efnahagsráðstöfunum.

Í nál., sem meiri hl. fjvn. gaf út fyrir 2. umr., segir svo með leyfi hæstv. forseta: „Eins og fyrr er getið í nál. þessu, er ljóst, að stjórnvöld munu grípa til sérstakra efnahagsaðgerða til að tryggja atvinnuöryggi og hallalausan ríkisbúskap. Af þeim aðgerðum hlýtur afgreiðsla fjárl. að markast, og gerir meiri hl. n. því á þessu stigi ekki till. um breytingar á tekjuhlið frv.“

Þessar efnahagsaðgerðir hafa nú verið framkvæmdar. Brtt. meiri hl. n. og afgreiðsla frv. markast annars vegar af þeim og hins vegar af því, að nú í lok des. liggja ljósar fyrir upplýsingar um ýmis atriði á tekjuliðum en um gat verið að ræða, þegar tekjur voru áætlaðar við samningu frv., en þá var byggt á þjóðhagsspá eins og hún stóð í júlí s.l.

Á fundi fjvn. s.l. þriðjudag mættu frá hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins þeir Jón Sigurðsson hagrannsóknastjóri og Ólafur Davíðsson hagfræðingur. Gerðu þeir nm. ítarlega grein fyrir endurskoðaðri tekjuáætlun, en till. meiri hl. n. á þskj. 218 eru í samræmi við þá endurskoðuðu áætlun að öðru leyti en því, að tekjur af Áfengís- og tóbaksverzlun ríkisins eru í till. meiri hl. n. áætlaðar 20 millj. kr. hærri, en fram kom hjá fulltrúum frá hagrannsóknadeild, að forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar teldi, að þær yrðu hærri en komið hefði fram í áætlunum hagrannsóknadeildar.

Það helzta, sem ég tel ástæðu til að greina frá af því, sem fram kom í grg. hagrannsóknadeildar fyrir hinni nýju tekjuáætlun, er þetta.

Endurskoðaðar hafa verið þjóðhagsspár fyrir næsta ár á grundvelli síðustu talna um þróun efnahagsmála í ár og með tilliti til efnahagsráðskafana stjórnvalda. Þeir þættir þessarar spár, sem hafa mest áhrif á tekjur ríkissjóðs, eru spáin um innlenda almenna verðmætaráðstöfun, sem nú er gert ráð fyrir, að aukist að krónutölu um 14–15%, en að magni til um 21/2–3% og almennan vöruinnflutning, sem nú er gert ráð fyrir, að aukist að krónutölu um 22–23%, en að magni til um ½–1%. Meginforsendur þessarar áætlunar, að því er varðar kaupgjald og verðlag, eru þessar:

Ekki er gert ráð fyrir öðrum grunnkaupsbreytingum á árinu en 6% hækkuninni hjá verkalýðsfélögunum og 7% hækkuninni hjá BSRB 1. marz og þannig ekki reiknað með hugsanlegum áhrifum kjarasamninga í nóv. 1973.

Þá er gert ráð fyrir því, að vegna verðhækkana, bæði í kjölfar gengisbreytinga og vegna annarra atvika, muni kaupgjaldsvísitalan verða að meðaltali 1221/2 stig á árinu 1973.

Þá er búizt við því, að meðalhækkun verðlags á árinu 1973 frá ársmeðaltali 1972 verði 12–13%. Hins vegar er spáð um 18% hækkun ráðstöfunartekna heimilanna.

Forsendur nýrrar áætlunar fjárl. um álagningu tekju- og eignarskatta á næsta ári eru að öllu leyti hinar sömu og í fjárlagaáætlun frv. Á grundvelli innheimtureynslu mánaðanna jan. til nóv. í ár má búast við heldur betri innheimtu en í fyrra, en sú innheimtureynsla var grundvöllur innheimtuspár fyrir næsta ár. Ef áætlað innheimtuhlutfall í ár er notað sem forsenda um innheimtu tekju- og eignarskatta á næsta ári, má hækka fjárlagaáætlun tekju- og eignarskatta um 110 millj. kr. frá frv.

Almennur vöruinnflutningur til októberloka í ár nam 14 489 millj. kr. cif., sem er tæplega 16% aukning frá sama tímabili í fyrra. Á sama tíma námu tolltekjur í ríkissjóð án skuldaviðurkenningar tollfrjálsra aðila 3454 millj. kr., og er það aukning um 141/2% frá árinu áður. Er tollhlutfall fyrstu 10 mánuði ársins í ár aðeins lægra en á sama tíma í fyrra. Miðað við innheimtu tolla í nóv. og fyrstu 10 dagana í des. má búast við, að almennur vöruinnflutningur í ár verði um 18 250 millj. kr. cif., sem er aðeins undir síðustu spá hagrannsóknadeildar um almennan vöruinnflutning á árinu. Tolltekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 4391 millj. kr., í fjárl. 4423 millj., þannig að tollhlutfall í ár verður rúmlega 24% eða svipað og í fyrra. Spákaupmennska síðustu daga kann að lyfta þessum tölum eitthvað, svo og flýting „cleareringar“ við gengisbreytingar.

Samkv. þeim drögum að þjóðhagsspá næsta árs, sem sett eru upp hér að framan, má búast við almennum vöruinnflutningi cif. um 27 000 millj. kr., og miðað við sama tollhlutfall og í ár eru tolltekjur ríkissjóðs nú áætlaðar 5515 millj. kr. á árinu 1973.

Innheimtur söluskattur í ríkissjóð til nóvemberloka nam 3965 millj. kr., og á öllu árinu má búast við um 4390 millj, kr. innheimtu eða 11 millj. kr. umfram fjárlagaáætlun. Miðað við forsendur þjóðhagsspár hér að framan um aukningu almennrar innlendrar verðmætaráðstöfunar má gera ráð fyrir, að söluskattsstofn hækki um 141/2 % milli áranna 1972 og 1973, en í áætlun fjárlagafrv. var þessi hækkun um 91/2%. Af þessum sökum er nú spáð, að innheimtur söluskattur í ríkissjóð verði á næsta árí 5020 millj. kr., sem er 278 millj. kr. hærri upphæð en í fjárlagafrv.

Rekstrarhagnaður Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins er samkv. áætlun hagrannsóknadeildar 2055 millj. kr. á næsta ári, en var í fjárlagafrv. áætlaður 1655 millj. kr. Ástæða þessarar hækkunar er sú, að ákveðið er og hefur verið framkvæmt nú, að hækka söluverð áfengis um 30% og tóbaks um 25%. Áhrif þessarar hækkunar á tekjur ríkissjóðs metur hagrannsóknadeild samkv. reynslu undanfarinna ára af samhengi verð- og magnbreytinga. En eins og till. meiri hl. n. bera með sér, leggur hann til, að þessar tekjur verði áætlaðar 2075 millj, kr., eða hækki um 420 millj. kr. frá fjárlagafrv.

Ákveðið er að hækka tekjur vegasjóðs á næsta ári, þannig að benzíngjald hækki um 2 kr. á lítra og aðrir tekjustofnar vegasjóðs, gúmmígjald og þungaskattur, hækki í sama hlutfalli. Tekjuauki vegna þessa er áætlaður af hagrannsóknadeild þannig: benzíngjald 171 millj., gúmmígjald 14 millj. og þungaskattur 45 millj., samtals 230 millj.

Önnur gjöld, sem breytast frá fjárlagafrv., eru m.a. slysatryggingaiðgjöld atvinnurekenda, sem hækka um 45 millj. kr. vegna endurskoðaðrar áætlunar. Sú breyting var samþ. við 2. umr. fjárl.

Tekjur af sölu gjaldeyris hækka um 27 millj. kr., fyrst og fremst vegna gengisbreytingarinnar, en einnig vegna hærri grunns í ár en áður var áætlað.

Launaskattur er óbreyttur frá fjárlagafrv., þrátt fyrir að spáð er meiri launahækkun á næsta ári en í forsendum frv. Á móti þessu vegur, að innheimtur launaskattur í ár verður sennilega nokkru minni en áætlað var í sumar. Af þessum sökum er ekki við því að búast, að launaskattur næsta árs reynist hærri en spáð er í fjárlagafrv. þrátt fyrir meiri launahækkanir.

Ýmis smærri gjöld, sem fylgja almennum verðlags- og kaupgjaldsbreytingum, hækka nokkuð frá frv.

Ég hef þá rakið það helzta, sem fram kemur í grg. hagrannsóknadeildar fyrir endurskoðaðri tekjuáætlun, sem liggur til grundvallar till. meiri hl. fjvn. að öllu öðru leyti en því, eins og ég sagði áðan, að gerð er till. um að áætla tekjur af Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins 20 millj. kr. hærri.

Rek ég þá till. meiri hl. fjvn. um breytingar á einstökum tekjuliðum, og eru það þá fyrst skattar. Eignarskattur einstaklinga hækkar um 3 millj. kr. í 133 millj. 700 þús. Byggingarsjóðsgjald hækkar um 30 þús. kr. í 1 millj. 337 þús., eignarskattur félaga um 4.8 millj. í 171.8 millj., byggingarsjóðsgjald um 48 þús. í 1 millj 718 þús., tekjuskattur einstaklinga um 92 millj. í 4116 millj., byggingarsjóðsgjald um 920 þús. í 41 millj. 160 þús., tekjuskattur félaga um 10 millj. í 442 millj., byggingarsjóðsgjald um 100 þús. í 4 millj. 420 þús. Aðflutningsgjöld í heild hækka um 366 millj., þar af renna til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 18 millj., svo að aðflutningsgjöld, sem renna til ríkissjóðs, hækka um 348 millj., og aðflutningsgjöld í ríkissjóð verða þá í heild 5515 millj. Tollstöðvargjald hækkar um 2 millj. 80 þús. í 29 millj., byggingarsjóðsgjald af innflutningi um sömu upphæð, í 29 millj. líka, innflutningsgjald af benzíni um 171.5 millj. í 875 millj., gúmmígjald um 14.5 millj. í 66 millj. Innflutningsgjald af bifreiðum lækkar um 1.8 millj. í 235 millj. Gjald af innlendum tollvörum hækkar um 1.2 millj. í 167 millj. Söluskattur í heild hækkar um 302 millj. Af þeirri hækkun renna 24.5 millj. til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sá söluskattur, sem rennur í ríkissjóð, hækkar um 577.5 millj. og verður 5019 millj. 500 þús. Rekstrarhagnaður Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar hækkar um 420 millj. í 2075 millj. Gjald af seldum vindlingum hækkar um 1/2 millj. í 15.2 millj. Ferskfiskmatsgjald hækkar um 700 þús. í 19.2 millj. Hluti útflutningsgjalds af sjávarafurðum lækkar um 200 þús. í 12.5 millj. Og iðnaðargjald lækkar um 800 þús. í 8.3 millj. Stimpilgjald hækkar um 14 millj. í 230 millj. Aukatekjur hækka um 2.6 millj. í 43 millj. Þinglýsingar hækka um 3 millj. í 88 millj. Bifreiðaskattur hækkar um 45.5 millj. í 267 millj. Skoðunargjald bifreiða hækkar um 1 millj. í 15.2 millj. Hluti af umboðsþóknun og gengismun gjaldeyrisbankanna hækkar um 27 millj. í 145 millj. leyfisgjald lækkar um 500 þús. í 11 millj. Þá koma arðgreiðslur frá fyrirtækjum og sjóðinn. Keflavikurflugvöllur, flugmálastjórn, hækkar um 12 millj. í 67.4 millj. og fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hækkar um 10 millj. í 52.2 millj. Þá koma ýmsar tekjur. Dráttarvextir hækka um 8 millj. í 28 millj. og sektir og upptækar vörur til ríkissjóðs hækka um 7 millj. í 27 millj.

Ég hef þá rakið breytingar á tekjuhlið samkv. till. á þskj. 218, og kem ég þá að brtt., sem meiri hl. fjvn. flytur við 4. og 6. gr. frv.

Þar er fyrst till. um, að 628 millj. kr. verði varið til hækkana á 4. gr., þ.e.a.s. til launahækkana um 4.7% vegna áætlaðrar hækkunar kaupgjaldsvísitölu og 12% hækkunar gjalda, sem leiðir af nýrri gengisskráningu íslenzkrar krónu. Hér er um að ræða rekstrarliði stofnana í A-hluta, annarra en þeirra, sem standa undir rekstrinum með eigin tekjum eða föstum tekjustofni, svo og lánahreyfingar. Heildarupphæðin skiptist þannig á einstaka gjaldaflokka: laun 200 millj., önnur rekstrargjöld 102 millj., viðhald 13 millj., vextir 17 millj., sendiráð og alþjóðlegar stofnanir án launa 11 millj., lífeyristryggingar án fjölskyldubóta 44 millj., sjúkratryggingar 162 millj., aðrar tilfærslur 56 millj. Þetta gerir samtals 615 millj., síðan koma lánahreyfingar 13 millj., samtals 628 millj.

Meginforsendurnar, sem notaðar eru við þennan útreikning, eru þessar: Hækkun erlends gjaldeyris 12%, hækkun kaupgjaldsvísitölu 4.7% og hækkun verðlags, er á við almenn rekstrarútgjöld ríkisins, 7.5%. Laun eru almennt hækkuð um 4.7%, en það svarar til þess, að kaupgjaldsvísitalan verði að meðaltali 122.5 stig á árinu 1973, og laun í sendiráðum eru hækkuð um 12%. Önnur rekstrargjöld eru umreiknuð á þeirri forsendu, að 70% þeirra séu erlendir liðir, sem hækkaðir eru um 12%, og 30% séu liðir, sem háðir séu almennu innlendu verðlagi, og eru þeir hækkaðir um 7.5%. Viðhald er umreiknað á þeirri forsendu, að 60% sé launahluti, sem hækkar um 4.7%, og 40% sé innflutningshluti, sem hækkar um 12%.

Lífeyristryggingar, að frátöldum fjölskyldubótum, eru hækkaðar um 54 millj. kr., og er þá byggt á áætlaðri hækkun kauplags, en á móti er tekið tillit til þess, að útgjöld lífeyristrygginganna í fjárlagafrv. munu allverulega ofáætluð, eins og reynslan í ár bendir til. Sjúkratryggingar: hér er miðað við útgjaldasamsetningu á ríkisspítölunum og framangreindum útreikningsaðferðum beitt, en síðan meðalhækkun útgjalda, sem er 6.3% beint á sjúkratryggingarnar í heild.

Aðrar tilfærslur hækka um 56 millj. kr. og er hér um að ræða stofnanir í B-hluta, sem að hluta fá framlag úr ríkissjóði, bæði rekstrarfyrirtæki, svo sem þjóðleikhús, og sjóðir, sem standa þurfa skil á erlendum skuldum.

Loks er gert ráð fyrir, að framlag til Lánasjóðs ísl. námsmanna hækki um 23 millj. kr. vegna gengisbreytingarinnar til að vega upp aukinn kostnað erlendis í ísl. kr.

Þá er till. um, að útgjöld vegna útflutningsuppbóta verði áætluð 105 millj. kr. lægri en í frv. Grundvöllur þessarar nýju áætlunar er annars vegar sá, að útflutningsverðmætið hækkar í ísl. kr. frá því, sem áður var áætlað, vegna gengisbreytingarinnar, og hins vegar hafa náðst hagkvæmir samningar um útflutning kjöts til Norðurlanda.

Lagt er til, að framlag til Tryggingastofnunar ríkisins hækki um 374 millj. kr. vegna hækkana á fjölskyldubótum frá þeirri upphæð, sem við var miðað í frv. Er þá gert ráð fyrir, að fjölskyldubæturnar verði 13 þús. kr. á barn á ári eða jafnháar og nú eftir síðustu hækkun í nóv. Nemur þá framlag til fjölskyldubóta alls 970 millj. kr. á ársgrundvelli í stað 596 millj. kr. í frv.

Þá er till. um að lækka framlag í ríkisábyrgðasjóð um 35 millj. kr. í 71 millj. Er þar m.a. stuðzt við reynsluna í ár, en hún bendir til þess, að fjárveitingin sé ofáætluð í fjárlagafrv. Þar við bætast ráðstafanir í fjármálum hafna: annars vegar það, að samkv. fjárveitingum á árinu 1973 er miðað við að greiða upp skuldir ríkissjóðs við hafnasjóði, og hins vegar fyrirhugaðar ráðstafanir samkv. sérstakri lántökuheimild að upphæð 40 millj. kr., sem till. er flutt um á þskj. 217 og sérstaklega er ætluð til þess að létta greiðslubyrði þeirra hafnasjóða, sem verst eru settir.

Þá koma tvær till. um ráðstöfun á þeirri fjárhæð, sem fæst með hækkun á benzíngjaldi, þungaskatti og gúmmígjaldi, 232 millj. kr., og rennur til Vegagerðar ríkisins: Annars vegar 177 millj. á liðinn gjaldfærður stofnkostnaður og hins vegar 55 millj. á liðinn yfirfærslur til sveitarfélaga.

Lagt er til, að útgjöld vegna niðurgreiðslna á vöruverði hækki um 126 millj. kr., og er það ásamt aukningu fjárveitinga til fjölskyldubóta hluti af framhaldi verðstöðvunar. Til að halda niðurgreiðslum á núverandi stigi út allt árið 1973 er hins vegar áætlað af hagstofunni, að vanti 492 millj. kr. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um, hvernig með þau mál skuli farið, en m.a. þess vegna flytur meiri hl. fjvn. till. um heimild fyrir ríkisstj. til lækkunar á útgj. fjárl. Till. er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

Ríkisstj. er heimilt að lækka fjárveitingar til greiðslu rekstrarkostnaðar rn., ríkisstofnana, styrkja og verklegra framkvæmda á árinu 1973, sem ekki er bundið af l. um allt að 15% að jafnaði, ef ríkisstj. telur, að vinnuafl dragist um of frá framleiðslustörfum, eða ætla má, að tekjur ríkissjóðs hrökkvi ekki fyrir útgjöldum. Tilflutningur lækkunarinnar milli fjárlagaliða innan sama rn. er heimill. Verði fé fyrir hendi, en fresta verður framkvæmdum af öðrum ástæðum, skulu þær fjárveitingar geymdar til ársins 1974.“

Mun ég þá í stuttu máli rekja þær till., sem n. flytur öll sameiginlega á þskj. 217 og 233, en um afstöðu til einstakra till. á þeim þskj. gilda að sjálfsögðu sömu fyrirvarar og við 2. umr. af hálfu fulltrúa Sjálfstfl. í fjvn. og fulltrúa Alþfl. í n.

Er þá fyrst menntmrn. Við heimspekideild Háskóla Íslands þarf að gera ráð fyrir, að stundakennsla, sem innt hefur verið af hendi vegna veikindaforfalla prófessors, verði föst kennsla, og er því gerð till. um, að launaliður hækki um 60 þús. kr. — Þá er lagt til, að veittur verði 100 þús. kr. styrkur vegna ráðstefnu, sem ákveðið er að halda um íslenzkar fornsögur í Reykjavík í ágúst 19i3. Árið 1971 var haldin í Edinborg áramóta ráðstefna, sem 150 manns víðsvegar að sóttu, og gert er ráð fyrir, að þessa ráðstefnu í sumar muni sækja um 200 erlendir gestir. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi mun annast framkvæmd ráðstefnunnar, sem haldin verður á vegum Háskóla Íslands.

Lagt er til, að framlag til Rannsóknaráðs ríkisins verði hækkað annars vegar um 650 þús. kr. til starfsáætlunar, sem drög hafa verið gerð að og nær til ársins 1976. Samkv. henni er gert ráð fyrir að auka verulega þann þátt í starfsemi stofnunarinnar, sem lýtur að eflingu vísinda og tækniþróunar, nýtingu fjármagns og mörkun heildarstefnu. Enn fremur er lagt til, að framlag verði veitt til áframhaldandi landgrunnsrannsókna, 10 millj. kr. á árinu 1973.

Þá er lagt til, að framlag til byggingar menntaskóla á Ísafirði hækki um 6 millj. kr. í 27 millj. — Lagt er til, að framlag til byggingar lýðháskóla í Skálholti hækki úr 4 millj. í 5 millj. Gerð er till. um að veita 300 þús. kr. til undirbúnings byggingu gagnfræðaskóla í Garðahreppi, en till. þessi féll niður, þegar framlög til gagnfræðaskólabygginga voru afgreidd við 2. umr.

Styrkur til úfgáfustarfsemi hækkar um 750 þús. kr. Er þá m.a. gert ráð fyrir, að eftirtaldar breytingar verði á einstökum framlögum: Hið íslenzka bókmenntafélag, framlag hækkar um 50 þús. kr. í 450 þús. Héraðsskjalasöfn, framlög til hvers safns verði 20 þús. í stað 10 þús. áður. Til Kvennaskólans í Reykjavík, nýr liður vegna afmælisrits, 165 þús., en árið 1974 eru 100 ár liðin frá stofnun skólans. Hér er um að ræða fyrstu greiðslu af þremur. Sögufélagið, framlag hækkar um 100 þús. kr. í 600 þús. kr., en útgáfa alþingisbókanna verður að mestu kostuð af Alþ., þótt Sögufélagið annist áfram útgáfuna. Þá er við það miðað, að samtök ungra rithöfunda fái 75 þús. kr. Hér er um að ræða stuðning við þessi samtök, til þess að þau geti keypt Offsetfjölritunartæki ásamt fylgitækjum, en þessi samtök hyggjast koma á fót vinnustofu, þar sem höfundar geti unnið sjálfir að gerð bóka sinna, en það gæti stuðlað að því, að bækur þeirra urðu ódýrari. Framlag til Náttúrufræðifélagsins hækkar um 25 þús. í 100 þús., en félagið gefur út tímaritið Náttúrufræðinginn. Þá er lagt til, að af liðnum til útgáfustarfsemi verði 300 þús. kr. veittar til Harðar Ágústssonar í því skyni, að hann geti tekið leyfi frá skólastjórastörfum og ritað sögu íslenzkrar húsagerðar, en á árunum 1960–1966 ferðaðist hann um landið og safnaði gögnum um allt, sem máli skiptir um forna íslenzka híbýlamennt, og á árunum 1965–1968 kannaði hann heimildir í íslenzkum skjalasöfnum. Gert er ráð fyrir, að um verði að ræða 3 bindi, fyrsta bindið verði um torfbæinn, annað um torfkirkjuna og þriðja um timburhúsaöld. Við það er miðað, að þessi fjárveiting, 300 þús. kr., sé hin fyrsta af þremur. Við afgreiðslu fjárl. í fyrra var samþ. 150 þús. kr. fjárveiting til Ólafs Ragnars Grímssonar lektors til söfnunar heimilda um íslenzk stjórnmál. Lagt er til, að sú fjárveiting verði nú hækkuð um 50 þús. kr. Jöklarannsóknafélag Íslands gefur út tímaritið Jökul. Lagt er til, að fjárveiting til útgáfunnar hækki um 50 þús. kr. í 150 þús. Þá er við það miðað, að Sögufélag Borgfirðinga fái 50 þús. kr. til útgáfu á Æviskrám Borgfirðinga, það er nýr liður, enn fremur, að veittar verði 100 þús. kr. til að skrá sögu Múlasýslna, og er lagt til, að útg.-styrkur til Þjóðvinafélagsins hækki um 50 þús. kr. í 250 þús. Eins og venjulega munu ýmsir tímabundnir útgáfustyrkir falla niður, og miðað er við, að ýmsir, sem hér hafa ekki verið tilgreindir, verði óbreyttir, en heildarupphæð hækki, eins og áður sagði um 750 þús. kr.

Við Þjóðminjasafn er gert ráð fyrir, að viðhaldskostnaður hækki um 200 þús. kr. Þar er um að ræða fjárveitingar til viðgerðar á gamla torfbænum að Keldum. Liðurinn yfirfærslur til sveitarfélaga hjá Þjóðminjasafni hækki um 175 þús. kr. Er þá miðað við eftirfarandi breytingar á framlögum til einstakra aðila: Framlag til Heimilisiðnaðarsafns austur- húnvetnskra kvenna hækki um 25 þús. kr. í 75 þús. Hér er um að ræða greiðslu á hluta af stofnkostnaði við að útbúa safnhús fyrir heimilisiðnaðinn. Til safnastofnunar Austurlands verði veittar 100 þús. kr. Þetta er nýr liður. Aðild að þessari stofnun eiga sveitarfélögin á Austurlandi, og er meginmarkmið þeirra að vinna að skipulegri uppbyggingu safna á Austurlandi og samræma störf þeirra aðila, sem að þessum málum vinna á svæðinu. Gert er ráð fyrir, að héraðsskjalasafninu á Ísafirði verði veittar 50 þús. kr. til að gera skrá um nálega 20 þús. ljósmyndir, að langmestu leyti mannamyndir í plötusafni Björns Pálssonar ljósmyndara, sem var myndasmiður á Ísafirði á árunum 1891–1915. Miðað er við, að framlag til endurbyggingar á húsi Bjarna riddara Sivertsens í Hafnarfirði hækki um 50 þús. kr. Hækkanir og nýir liðir samkv. þessu nema samtals 450 þús. kr., en jafnframt falla niður greiðslur af þessum lið, miðað við árið 1972: til Auðkúlukirkju 75 þús. kr., til Kirkjuvogskirkju 150 þús. kr. og til Búrfellskirkju 50 þús. kr. eða samtals 275 þús. kr., þar sem þessir tilteknu liðir eru með þessar fjárveitingar annars staðar í fjárlagafrv., þ.e.a.s. undir liðnum Þjóðkirkja hjá dóms- og kirkjumrn. Liðurinn hækkar þá í heild um 175 þús. kr.

Lagt er til, að framlag til menningarsjóðs hækki um 1 millj. kr. Með breytingum á l. um sjóðinn í apríl 1971 var samþykkt, að aðaltekjustofn hans, sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni, skyldu frá 1. jan. 1972 verða tekjustofn ríkisins, en menningasjóði þess í stað veítt fé á fjárl. Samið var um það á þessu ári, að óinnheimtar sektir, 7.5 millj. kr., skyldu verða eign ríkisins gegn því, að ríkið greiddi menningarsjóði 3 millj. kr., þannig að helmingur greiddist á árinu 1972, en hinn helmingurinn á næstu tveimur árum. Vegna þess að framlag það, sem sjóðnum er ætlað á fjárlagafrv., hefur í för með sér tekjurýrnun frá fyrri árum, er þessi till. um 1 millj. kr. hækkun í framlagi gerð.

Vegna tveggja nýrra tónlistarskóla og eins skóla, sem ekki var gert ráð fyrir, að hæfi starf á þessu ári, þarf að hækka framlag til tónlistarskóla um 575 þús. kr. Hér er um að ræða tónlistarskóla á Ólafsfirði, Grindavík og á Eskifirði.

Á fjárlagafrv. er gert ráð fyrir því, að til leikfélaga utan Reykjavíkur verði veittar 2.2 millj. kr. Auk þess eru Bandalagi ísl. leikfélaga ætlaðar 450 þús. Þessir tveir liðir eru samtals 2 millj. 650 þús. kr. En fjvn. leggur nú til á þskj. 217, að þessir liðir tveir verði sameinaðir í einn og fjárveiting hækkuð um 850 þús. kr. í 3.5 millj. Er þá við það miðað, að af þessari upphæð fái Leikfélag Akureyrar 11/2 millj., Bandalag ísl. leikfélaga 1/2 millj. og önnur áhugamannaleikfélög 11/2 millj.

Framlag til listasafna er hækkað um 75 þús. kr. í 700 þús. — Framlag til Ungmennafélags Íslands er hækkað um 100 þús. kr. í 1.3 millj. — Framlag til dagheimila, byggingarstyrkir, er hækkað um ló0 þús. kr. Sú viðbót skiptist á tvo aðila, sem hafa ekki hlotið byggingarstyrk áður, þ.e.a.s. Bolungarvík og Sjómannadagsráð vegna barnaheimilis að Hrauni í Grímsnesi. — Á heimildagr. er svo till. um heimild til fjárveitinga vegna nýrra dagheimila í samræmi við væntanlega lagasetningu um fjárstuðning ríkisins við slíkar byggingar. — Þá er gerð till. um, að framlag til Hliðardalsskóla í Ölfusi hækki um 100 þús. í 600 þús. kr.

Hinn 18. maí s.l. var samþ. á Alþ. þáltill., þar sem ríkisstj. var falið að leggja fram á þessu þingi till. um fjárhæð, sem næmi sem næst andvirði söluskatts af bókum, er rynni til rithöfunda og höfunda fræðirita eftir reglum, sem samdar verði í samráði við Rithöfundasamband Íslands og félög rithöfunda. Í samræmi við þessa samþykkt Alþ. er nú lagt til, að gert verði ráð fyrir 12 millj. kr. upphæð á fjárl. í þessu skyni.

Auk þeirra brtt., sem varða menntmrn., og ég hef hér rakið, er gerð till. um, að tveir liðir, sem við 2. umr. voru settir á þetta rn., verði nú færðir yfir á utanrrn., þ.e. annars vegar framlag til aðstoðar við þróunarlöndin og hins vegar framlag til Flóttamannaráðs Íslands. — Þá er lagt til, að utanrrn. verði veitt 1 millj. kr. til þess að geta innt af hendi þjónustu í markaðsmálum.

Lagt er til, að framlag til Tilraunastöðvarinnar á Akureyri verði hækkað um 200 þús. kr., en framlag til þeirrar stöðvar hefur dregizt nokkuð aftur úr framlögum til annarra tilraunastöðva á undanförnum árum.

Framlag til Skógræktar ríkisins hækkar um 750 þús. kr., þar af um 250 þús. kr. vegna Skógræktarfélags Íslands, sem er þá um leið styrkir til skógræktarfélaga úti á landi, en um 500 þús. kr. vegna skóggræðslu, en framlag til skóggræðslu nemur þá 13 millj. 22 þús. kr.

Lagt er til, að framlag til Veiðimálaskrifstofu hækki um 370 þús. kr., þar af rekstrargjöld um 270 þús. kr. og gjaldfærður stofnkostnaður um 100 þús.

Þá er till. um, að styrkur til Hrossaræktarbúsins að Kirkjubæ hækki um 25 þús. kr. í 75 þús. og framlag til aðstoðar við bændur hækki um 2 millj. í 5 millj. kr., en þessi upphæð er á núgildandi fjárl. 10 millj. — Lagt er til, að framlag á fjárl. til Landverndar, félags áhugamanna um náttúruvernd tvöfaldist og verði 300 þús. kr.

Þá er ein till. varðandi dóms- og kirkjumrn. Lagt er til, að hækkuð verði áætlun um launaútgjöld á vinnuhælinu að Kvíabryggju um 866 þús. kr. Er nauðsynlegt talið að auka gæzlu vegna breyttrar notkunar þess, þar sem þar eru nú aðallega vistaðir menn með fangelsisdóma. Óhjákvæmilegt er talið að hafa þar fleiri en einn mann við vörzlu eftir vinnu og um helgar.

Enn fremur er ein till. varðandi félmrn. Lagt er til, að veittar verði 500 þús. kr. til Kaupmannasamtaka Íslands til menntunar hagræðingarráðunauts fyrir smásöluverzlunina, en hliðstæð fyrirgreiðsla hefur öðrum aðilum vinnumarkaðarins verið veitt af hálfu ríkisins á undanförnum árum.

Þá eru brtt. varðandi heilbmrn. Lagt er til, að veittar verði 700 þús. kr. til læknisbústaðar á Blönduósi. Þar er um skuldagreiðslu að ræða. Á þskj. 217, till. nr. 28 varðandi þetta atriði, er um skekkju að ræða, þessi upphæð er þar sett á sjúkrahúsliðinn, en á að vera á b-lið, þ.e.a.s. til læknisbústaða. Enn fremur er lagt til, að veitt verði 11/2 millj. kr. til læknamiðstöðvar á Akureyri, fyrri greiðsla af tveimur, og að framlag til Hjartaverndar verði hækkað um 1 millj. kr. í 6 millj.

Þá eru till. varðandi fjmrn. Lagt er til. að varið verði 3 millj. 200 þús. kr. til kaupa á íbúð fyrir skattstjóra Vestfjarðaumdæmis á Ísafirði. Liðurinn styrktarfé og ýmis eftirlaun, embættismenn, lækkar um 70 þús. kr. og liðurinn styrktarlaun og ýmis eftirlaun, ekkjur, hækkar um 53 þús. kr. Skrá um einstakar greiðslur, sem falla niður, breytast eða bætast við, kemur fram á þskj. 217.

Þá eru till. varðandi samgrn. Liðurinn: Vegagerð, framl. til einstaklinga, heimila og samtaka, hækkar um 228 þús. Hér eru um að ræða styrki til að halda uppi byggð og gistingu handa ferðamönnum. Þá er miðað við, að eftirtaldar breytingar verði til hækkana hjá einstökum aðilum: Hótel Bjarg, Búðardal, 30 þús. kr., þ.e. nýr liður. Gistihúsið Hólmavík, framlag hækki um 20 þús. kr. í 50 þús. Og rekstrarstyrkir til Flókalundar og Bjarkarlundar hækki samtals um 250 þús. kr. í 750 þús. Enn fremur er gert ráð fyrir, að veittar verði til Flókalundar 100 þús. kr. í byggingarstyrk. Þá er gert ráð fyrir, að styrkur til ábúanda að Fornahvammi hækki um 180 þús. kr.

Lagt er til. að veitt verði framlag til hafnarbóta í Hrísey, 300 þús. kr., en þessi till. mun hafa fallið niður við 2. umr.

Þá eru brtt. varðandi iðnrn. Framlag til Landssambands iðnaðarmanna 700 þús. kr. er tekið upp að nýju og er jafnhátt og í núgildandi fjárl. Lagt er til, að framlag til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins hækki um 11/2 millj. og veittar verði 3 millj. kr. til frekari tilrauna og athugana í sambandi við fyrirhugaða saltvinnslu á Reykjanesi. Ég hef þá lokið við að rekja einstakar brtt. aðrar en við heimildagr. Ég vil þó, áður en að 6. gr. kemur, geta þess í framhaldi af því, sem ég greindi frá við 2. umr. í sambandi við nálega 30 millj. kr. útgjaldaaukningu sjúkratrygginga, blóðbanka og skrifstofu ríkisspítalana vegna starfsliðsaukningar, að nú liggur fyrir nánari sundurliðun í þessu efni. Er við það miðað, að fjölgun þessa starfsliðs skiptist þannig: Vegna vinnutímastyttingar 52 nýjar stöður, vegna nýrra deilda og nýrrar þjónustu 63 stöður, vegna eldri deilda og þjónustuaukningar 443/4 úr stöðu, eða samtals fjölgun 1593/4 úr stöðu. Áætlaður kostnaður á árinu 1973 er 30 millj. 331 þús. kr., og á árinu 1974 vegna þessa starfsliðs, sem sumt kemur til starfa eftir mitt ár 1973, eru áætlaðar 54 millj. 472 þús. kr. Eftir stofnunum skiptist starfsliðsaukningin þannig: Landsspítali 771/4 úr stöðu, Fæðingardeild 13 stöður, Kleppsspítali 15 stöður, en hér er um að ræða viðbót við þá aukningu, sem kemur fram í sjálfu fjárlagafrv., Vífilsstaðahæli 25 stöður, Kópavogshæli 231/2 staða, Blóðbankinn 2 stöður og skrifstofa ríkisspítalanna 4 stöður.

Er þá komið að till. um heimildir til ríkisstj., og er þá fyrstu till. lagt til, að ríkisstj. sé heimilt að leyfa Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins að greiða Krabbameinsfélagi Íslands 40 aura af hverjum seldum vindlingapakka. Í fjárl. ársins 1970 var þessi upphæð miðuð við 25 aura og í fjárl. ársins 1972 er hún líka miðuð við 25 aura, en var áður 40 aurar. Þessi breyting hefur komizt inn fyrir einhvern misskilning, og er ætlunin að leiðrétta það með þessari till.

Þá er till. um: Að veita ríkisstj. heimild til að ábyrgjast eða veita lán úr ríkissjóði til Norðurstjörnunnar h/f í Hafnarf., allt að 8.9 millj. kr., í sambandi við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. — Að selja sendiherrabústaðinn í Brüssel og verja söluandvirðinu til kaupa á hentugra húsnæði í staðinn og taka í því sambandi annars vegar bráðabirgðalán að upphæð 14 millj. belgískra franka, sem endurgreitt verður við sölu núv. húsnæðis, og hins vegar að taka lán til 10 ára, að fjárhæð 6 millj. belgískra franka. — Að taka lán, að upphæð allt að 20 millj. kr., til kaupa á sameiginlegu húsnæði fyrir ýmsar ríkisstofnanir, sem nú eru í leiguhúsnæði. Ég minntist á þetta mál hér við 2. umr., og hefur nú verið auglýst eftir húsnæði til þessara nota. — Að taka lán að upphæð allt að 100 millj. kr. til kaupa á nýju varðskipi. Það er í samræmi við nýsamþykkta þáltill. — Að taka lán að jafnvirði allt að 90 millj. Lúxemborgarfranka vegna framkvæmda í samgöngumálum á Austfjörðum og Norðurlandi. — Að selja eftirtaldar fasteignir Pósts og síma: Húsið Hafnarstræti 42, Seyðisfirði, Hafnarstræti 44, Seyðisfirði, eldra hús Pósts og síma á Reyðarfirði, húsið Þelamörk 10, Hveragerði, og eldra hús Pósts og síma á Þingeyri. — Að kaupa kvikmyndafilmur, heimildarmyndir um Ísland úr síðustu heimsstyrjöld, af Reyni Oddssyni kvikmyndagerðarmanni, ef samningar takast um kaupverð og greiðsluskilmála. Reynir Oddsson kvikmyndagerðarmaður hefur boðið ríkinu að kaupa nær 40 þús. fet af 75 mm kvikmyndafilmu. Myndir þessar tóku ýmsir aðilar á styrjaldarárunum síðari á Íslandi eða við Ísland, en filmunum safnaði Reynir saman á þremur árum. Fjvn. telur, að hér sé um að ræða merkilegar heimildir frá þessu tímabili, og telur rétt að stuðla að því, að kannað verði til hlítar, hvort viðunandi kjör fást, þ.e. kaupverð og greiðsluskilmálar, og leggur því fram þessa till., sem ég áðan las.

Þá er lagt til, að ríkisstj. sé heimilað að taka lán allt að 30 millj. kr. til að hefja byggingu geðdeildar Landsspítalans. Ég gat um þetta mál við 2. umr. og skýrði þá frá því, að þessi till. yrði flutt við 3. umr. — Að verja allt að 1680 þús. kr. til kaupa á húsnæði fyrir Skattstofu Norðurlandsumdæmis vestra á Siglufirði. — Að selja prestsbústaðina Kirkjuhvol í Þykkvabæ og Aðalgötu 5, Ólafsfirði. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af vélum og tækjum vegna væntanlegrar virkjunar Blævardalsár í Nauteyrarhreppi. — Að endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af vélum og tækjum vegna virkjunar Sængurfoss í Húsadal í Reykjarfjarðarhreppi í Norður- Ísafjarðarsýslu, sem rekin verður af Rafveitu Reykjarfjarðarhrepps. — Að ábyrgjast lán að fjárhæð allt að 53 þús. Bandaríkjadollara fyrir Flugþjónustuna h/f vegna kaupa á flugvél. — Að ábyrgjast gegn þeim tryggingum, sem hún metur gildar, lán Loftleiða h/f erlendis að fjárhæð allt að 5 millj. Bandaríkjadollara. Loftleiðir munu eiga kost á því að fá lengingu á rekstrarlánum sinum erlendis, ef slík trygging er fyrir hendi. — Að greiða allt að 10 millj, kr. á árinu 1973 í framlög til byggingar dagvistunarheimila, barna- og elliheimila, ef lög um stuðning ríkisins við slíkar framkvæmdir verða sett á árinu og reglugerð gefin út. Verði heimild þessi ekki notuð, skal viðkomandi aðilum heimilt að hefja framkvæmdir og stofna til greiðsluskyldu ríkissjóðs á árinu 1974, enda fari undirbúningur fram í samráði við viðkomandi rn., fjárlaga- og hagsýslustofnunina og undirnefnd fjvn.— Að fella niður áhættugjald (ábyrgðargjald) samkv. l. nr. 37 1961, um ríkisábyrgðir, af lánum til kaupa á skuttogurum samkv. 1. nr. 40 1970, sbr. 1. nr. 78 1972 og l. nr. 28 1972, þ.e. varðandi þann hluta lánsins, sem er umfram lán fiskveiðasjóðs. — Að ábyrgjast lán vegna Hafnabótasjóðs að upphæð allt að 30 millj. kr. vegna endurgreiðslu á eldri lánum sjóðsins. — Að taka lán að upphæð allt að 40 millj. kr. til að létta greiðslubyrði þeirra hafnasjóða, sem verst eru settir vegna langra lána. Ráðh. skal gera till. til fjvn. um skiptingu fjárins, og skal við skiptinguna hafa hliðsjón af tekjum og gjöldum hafnarsjóðs, framlagi sveitarfélags til hafnarsjóðs, fólksfjölda og öðrum þeim atriðum, sem hafa áhrif á greiðslugetu sjóðsins. Þessi heimild er í samræmi við bráðabirgðaákvæði í því frv. til hafnalaga, sem nú liggur fyrir Alþ. Að festa kaup á Nesstofu ásamt hæfilegri lóð. — Að greiða allt að 20 millj. kr. vegna rekstrar togara á árinu 1972 samkv. reglum, sem ríkisstj. setur.

Auk þess er ein ábyrgðarheimild, sem nefndin hafði samþykkt að mæla með, en hefur falli niður í prentun og kemur á sérstöku þskj., og fjallar hún um heimíld fyrir ríkisstj. til að ábyrgjast lán fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja til áframhaldandi uppbyggingar orlofsheimilis í Munaðarnesi, og er lánsupphæðin í millj. kr.

Verði brtt. á þskj. 217 og á því þskj. öðru, sem á eru till. frá fjvn., svo og till. samvn. samgm. á þskj. 201 um framlög til flóabáta, vöru- og fólksflutninga allar samþykktar, munu rekstrargjöld á fjárl. 1973 verða 21 milljarður 455 millj. 290 þús., tekjur 22 milljarðar 970 millj. 325 þús. og tekjur umfram gjöld 515 millj. 35 þús., lánahreyfingar út 525 millj. 305 þús., lánahreyfingar inn 36 millj. 576 þús., mismunur lánahreyfinga 488 millj. 729 þús. Greiðslujöfnuður ríkissjóðs yrði þá 26 millj. 306 þús.