30.01.1973
Sameinað þing: 38. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1746 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

Orðsending Norðurlandaþingmanna

Forseti (GTh):

Ég vil lesa orðsendingu, sem danskir, finnskir, norskir og sænskir þm. hafa sent Alþingi:

„Danskir, finnskir, norskir og sænskir þm. komnir saman í Helsingfors í sambandi við ráðstefnu Alþjóðaþingmannasambandsins um samstarfs- og öryggismál Evrópu vilja láta í ljós samúð sína með hinum mörgu íslendingum, sem hafa orðið Fyrir þungu áfalli vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Við vonum af heilum hug, að náttúruhamfarirnar verði ekki viðtækari en orðið er og að afleiðingum þeirra fyrir íbúa Vestmannaeyja og efnahag landsmanna geti þrátt fyrir allt orðið takmörk sett. Við munum reyna að vinna að því hjá ríkisstjórnum landa okkar, að Íslendingum verði veitt sú aðstoð, sem þörf reynist, til að byggja upp aftur og bæta fjárhagslegt tjón.

Fyrir hönd sendinefndanna,

Alsing Andersen, Danmörk,

Johannes Virolainen, Finnlandi,

Knut Frödenlund, Noregi,

Kaj Björk, Svíþjóð.“

Þessum þm. verður að sjálfsögðu þakkað á verðugan hátt af hálfu Alþingis.

Það er talin brýn nauðsyn að afgreiða í dag frv. til l. um bráðabirgðabreytingu á dómsstjórn í Vestmannaeyjum o.fl., 142. mál, sem lagt hefur verið fyrir hv. Ed. Af þeim ástæðum verður fundi í Sþ. ekki haldið lengur áfram en til kl. um það bil 3, og er þá ætlunin, að hefjist fundur í Ed., og að loknum störfum hennar er svo ætlunin, að fundir verði í Nd. til afgreiðslu á þessu máli.