30.01.1973
Sameinað þing: 38. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1751 í B-deild Alþingistíðinda. (1354)

284. mál, lækkun á kostnaði ríkis og ríkisstofnana vegna utanferða

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 99 er fsp. frá hv. 7. landsk. þm. um ferðakostnað við utanfarir hjá ríkisstj. og ríkisstofnunum. Þær upplýsingar, sem ég hef um þetta og fjárlaga- og hagsýslustofnunin hefur tekið saman fyrir mig, eru kannske ekki fullkomlega tæmandi, en þó er reynt að fara nokkuð inn á það, sem hv. þm. fer fram á. Vil ég leyfa mér fyrst að svara um kostnað einstakra rn. og þá sundurliða þannig:

Ferðakostnaður ráðh. og rn., eins og hann var árið 1971: Hjá forsrn. var ferðakostnaður ráðh. 246 544 kr. og annarra í rn 385 014 kr. eða 631 558 kr. Hjá dómsmrn. var hann 49 370 kr. hjá ráðh. 211 311 kr. hjá öðrum ráðuneytismönnum eða 260 681 kr. Hjá félmrn. var kostnaður við ferðir ráðh. enginn, en annar kostnaður 58154 kr. og samtals það. Hjá fjmrn. var kostnaður hjá ráðh. 133 043 kr., annarra 429 441 kr. eða 562 484 kr. Ríkisendurskoðunin var með 92 889 kr. Iðnrh. var með 133 090 kr. og ráðuneytismenn 413 403 kr. eða samtals 546 493 kr. Landbrh. 109 271 kr. og ráðuneytismenn 125 732 kr. eða samtals 235 003 kr. Menntmrn. 306 020 kr. hjá ráðh., 2 706161 kr. hjá ráðuneytismönnum eða 3 012 181 kr. Hjá samgrn. var ráðh: kostnaður 38 505 kr., en rn: manna 359 34 kr. eða 397 539 kr. Hjá sjútvrn. voru 53 696 kr. hjá ráðh., 1 335 406 kr. hjá rn.- mönnum eða samtals 1 389 102 kr. Utanrrn. 658 626 kr. hjá ráðh., 6 979 685 kr. hjá ráðuneytismönnum eða samtals 6 638 311 kr. Hjá viðskrn. var ráðh. með 182 754 kr. ráðuneytismenn 985 871 kr. eða 1 168 625 kr. Hjá heilbr.- og trmrn. var ráðh. með 11172 kr. og rn. 771435 kr. eða samtals 782 607 kr. Samtals var ferðakostnaður ráðh. 1 922 095 kr. og rn. 13 853 532 kr. eða samtals 15 775 627 kr. Niðurstaðan er því þessi.

Það er rétt að taka það fram til þess að forðast misskilning, að undir liðinn ferðakostnaður annarra er meira fært en ferðakostnaður starfsmanna rn. Þar er einnig meðtalinn ferðakostnaður annarra aðila, sem hafa verið sendir á vegum ríkisins með styrk, sem greiddur er af rn. T.d. er af áðurnefndum ferðakostnaði menntmrn 2 millj. 328 þús. kr. styrkir og aðstoð til aðila og samtaka til utanferða. Sama gildir um utanrrn. Þar er t.d. meðtalinn kostnaður vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Sama gildir að einhverju leyti um önnur ráðuneyti.

Niðurstaðan af þeirri athugun, sem gerð hefur verið að tilhlutun undirnefndar fjvn. um kostnað við 11 ríkisstofnanir 1971, var þessi, og gerð er grein fyrir fjölda utanferða samtals hjá hverri stofnun, dagafjölda og kostnaði við ferðir:

Fiskifélag Íslands er með 12 ferðir, 157 daga og kostnaður 737129 kr. Fiskmat ríkisins er með 3 ferðir, 22 ferðadaga og 104 328 kr. Flugmálastjórnin er með 51 ferð, 379 ferðadaga og kostnaður 1 574 795 kr. Hafrannsóknastofnunin er með 11 ferðir, 139 ferðadaga, 641164 kr.

Landhelgisgæzlan er með 10 ferðir, 291 ferðadag og kostnað 1 160 292 kr. Orkustofnunin er með 15 ferðir, 136 ferðadaga og kostnað 665 644 kr. Póst- og símamálastjórnin er með 30 ferðir, 973 ferðadaga, og samtals er kostnaður 1 737 485 kr. Rannsóknaráð ríkisins er með 3 ferðir og 80 639 kr. kostnað, ég hef ekki ferðadagana. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er með 13 ferðir, 120 ferðadaga, 701861 kr. í kostnað. Ríkisútvarpið er með 50 ferðir, 445 ferðadaga, og kostnaður er 1 950 682 kr. Siglingamálastofnunin er með 9 ferðir, 84 ferðalaga og 446 096 kr.

Fleiri ríkisfyrirtæki hef ég ekki á þessum lista, enda mundi það vera of langt til að lesa það allt upp.

Þá er spurt um, hvort fjárlaga- og hagsýslustofnunin hafi eftirlit og hafi uppi áform um að draga úr þessum kostnaði. Það hefur bæði af fjárlaga- og hagsýslustofnuninni, svo og af yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings, verið reynt að draga úr þessum kostnaði. Hins vegar heyra leyfi um ferðalög ríkisstofnana undir hvert einstakt rn., og hvorki fjárlaga- og hagsýslustofnunin né fjmrn. hefur um það að segja innan þeirra marka, sem fjárveitingar í viðkomandi rn. eru. Á þessu ári hefur öllum rn. verið skrifað og þeim tilkynnt, að notuð verði heimild, a.m.k. fyrst um sinn, til þess að skera niður kostnað við rn. um 15%, eins og heimilað var við afgreiðslu fjárl., og það hlýtur að leiða til þess, að úr þessum kostnaði verði dregið eins og unnt er. En hitt er ljóst, að ekki verður hægt að komast hjá því, að eyða einhverju fé í utanferðir vegna margvíslegra viðskipta okkar við aðrar þjóðir og könnun á málum, sem alltaf eru uppi hjá einstökum rn., svo sem kunnugt er.