14.02.1973
Neðri deild: 52. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1927 í B-deild Alþingistíðinda. (1516)

Umræður utan dagskrár

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Hv. 7. þm. Reykv., Gylfi Þ. Gíslason, hefur komið hér fram að þessu sinni eins og oft áður utan dagskrár og telur sig nú færa líkur fyrir því með því að nefna hér 3 dæmi, að ríkisstj. eigi ekki lengur tilverurétt, því að hún njóti ekki lengur meirihlutafylgis hér á Alþingi. Það fyrsta, sem þm. nefnir í bessum efnum, er, að það sé ljóst, að það sé ekki full samstaða innan stjórnarflokkanna um það frv., sem er nú á dagskrá og á að ræða hér í dag, um útreikning á kaupgreiðsluvísitölu, þó að það komi mjög greinilega fram í þessu frv., í grg. þess, að ríkisstj. telur af þeim ástæðum, sem þar eru greindar, fyllilega réttmætt að fá úr því skorið hér á Alþ., hvort meiri hl. á Alþingi er fyrir þessum breytingum eða ekki.

Það er vitað mál að það hafa farið fram miklar umr. um það að undanförnu, hvort ætti að gera breytingar á útreikningi vísitölunnar með tilliti til þeirra tveggja liða, sem hér eru gerðar till. um: Annars vegar um hað, hvort tiltekin hækkun á vísitölunni eigi að eiga sér stað vegna hækkunar á áfengi og tóbaki. Hv. 7. þm. Reykv., Gylfa Þ. Gíslasyni, ætti ekki að vera alveg ókunnugt um, að það hafi verið uppi sjónarmið um það, að slíkar hækkanir væru ekki reiknaðar með í vísitölu. Það kom fyllilega til mála að fá úr því skorið, og verður það mál auðvitað rætt hér nánar síðar. Þetta mál hafði verið lagt fyrir ráðstefnu Alþýðusambands Íslands og hún hafði gert ákveðnar samþykktir varðandi málið. Ráðstefnan skaut sér undan því að segja nokkuð ákveðið, en taldi sig ekki hafa heimild til að gera fasta ályktun í málinu. Undir hitt atriðið, sem í þessu frv. er, þ.e.a.s. breytingu á vísitölunni vegna breytinga á þjónustukostnaði við tannlækningar, var á þessari ráðstefnu tekið mjög .jákvætt. Ég sé því ekki annað en að það, sem hv. 7. þm. Reykv. segir um þetta fyrsta dæmi, sé gersamlega út í hött. Þetta dæmi sannar ekkert um það, að ríkisstj. hafi ekki í mikilvægum málum þann meiri hl., sem hún hefur stuðzt við á Alþ. Það getur fyllilega komið fyrir, bæði innan stjórnarflokkanna og utan, að afstaða um liði eins og þá, sem greinir í þessu frv., sé misjöfn. Sé ég ekki annað en hér sé um hreinan flumbruskap að ræða hjá hv. þm., þegar hann geysist hér upp í stólinn til að tala um þetta atriði.

Hann þurfti sýnilega að tala um fleira. Annað atriðið, sem hann nefndi, var viðvíkjandi máli, sem var á dagskrá í gær, varðandi þá till. ríkisstj. þar sem hún óskaði eftir heimild til að fullgilda tiltekinn viðskiptasamning við Efnahagsbandalag Evrópu. Þær umr., sem hér áttu sér stað fóru fram á þann hátt, sem oft hefur gerzt hér áður, að fluttar voru nokkrar ræður, sumar mjög langar og með afburðum leiðinlegar og alveg furðulegt, að þær skuli vera fluttar hér. Það varð til þess, að það voru nærri allir farnir héðan úr salnum. (Gripið fram í.) Ég veit það ekki. Ég býst við því, að hv. þm., sem grípur fram í, kannist vel við það, hver hafi flutt leiðinlega ræðu. En það fór svo, að þegar komið var hér alllangt fram á kaffitíma, voru eftir örfáir menn í salnum. og þá fór svo með okkur, sem höfðum hugsað okkur að taka til máls, að við sáum ekki ástæðu til þess að fara að biðja um orðið og tala hér, eins og á stóð, og rétt að geyma okkur frekari umr. um málið. þangað til það kæmi hér fyrir aftur, eftir að það hefði verið athugað í n. En hv. þm. Gylfi Þ. Gíslason leyfir sér að túlka ummæli mín, sem hann getur hæglega lesið í þingtíðindum, og fullyrða, að ég hafi talað hér gegn því, að þessi samningur yrði staðfestur fyrir 1. marz. Ég skora á hv. þm. að reyna að finna eina setningu í ræðu minni í þessa átt. (Gripið fram í: Þær eru margar.) Ég skora líka á hv. formann Sjálfstfl. að koma með þá setningu, því að það kom mér að sjálfsögðu aldrei til hugar. Ég sagði hins vegar, að það þyrfti að staðfesta þennan samning fyrir 1. marz, ef hann ætti að taka gildi frá 1. apríl eða mánuði síðar. En ég taldi, að það, sem skipti mestu máli varðandi þennan samning, væri að tryggja okkur í framkvæmd þau réttindi, sem samningurinn fjallar um varðandi sjávarútvegsvörur. og að þessu væri unnið. Ég taldi, að það skipti ekki höfuðmáli, að við fengjum réttindi samkvæmt samningnum miðað við staðfestingu á fyrsta degi, þegar heimilt er að staðfesta hann, það skipti ekki höfuðmáli og bæri að taka tillit til þess, sem heildarhagsmunir okkar segðu til um. En það var auðvitað alveg glöggt á ræðum þeim, sem hér voru fluttar bæði af hv. 7. þm. Reykv., Gylfa Þ. Gíslasyni, og 1. þm. Reykv.,

Jóhanni Hafstein, að þeim var í rauninni alveg sama um það, hvað liði þeim réttindum, sem við erum að tefla um varðandi útflutning á sjávarafurðum. Aðalatriðið var að fá samninginn staðfestan og það hið skjótasta, þó að við misstum af öllum þeim miklu réttindum sem þar væri um að ræða. Það var höfuðatriðið að fá samninginn staðfestan alveg strax, þó að á það væri bent af mér, að það, sem varðar iðnaðarvörur, skiptir vitanlega sáralitlu máli, eins og málin standa nú. Á máli mínu var það alveg ljóst, að það leikur enginn vafi á því, að þessi samningur verði staðfestur. Spurningin var aðeins um það, hvenær við ættum að staðfesta hann, og þar yrði það að ráða, hvað hagsmunir okkar segðu um það. (Gripið fram í.) Ég sagði þá og ég segi það enn: Það fer alveg eftir því, hvað átt er við, hvað hagsmunir segja. Ég met það svo mikils að fá réttindi fyrir sjávarútvegsvörurnar, að ég hika ekki við að draga það að staðfesta samninginn fram yfir þann dag, ef ég get tryggt, að við fáum réttindi fyrir sjávarafurðirnar, sem eru miklu stærri hluti samningsins. (GÞG: Annaðhvort já eða nei. en ekki bæði já já og nei nei.) Ég hélt áð hv. hm. fengi nægan tíma hér utan dagskrár, hó að hann væri ekki að kalla út í sal til mín, meðan ég er að tala.

Það er sem sagt fullkomlega órétt, sem hv. þm. hefur verið að halda hér fram, að ég hafi mælt gegn því, að þessi samningur yrði staðfestur. Það er líka rangt hjá honum og hugarburður einn, að hað sé einhver ágreiningur í ríkisstj. um staðfestingu á þessum samningi. Það eru slúðursögur hans og einskis annars. Innan ríkisstj. er enginn ágreiningur um að staðfesta þennan samning, hefur ekki verið og er ekki. Hér hefur eingöngu verið um að ræða baráttu ríkisstj. fyrir hví að reyna að tryggja, að Íslendingar fái notið allra þeirra réttinda, sem samningurinn býður. Það er það, sem skiptir máli. Af því er allt það, sem hv. 7. þm. Reykv. sagði um þetta efni. eintómt rugl. Það á engan rétt á sér, að það sé einhver ágreiningur í ríkisstj. út af þessu máli og af hví sé nú kominn tími til fyrir hann að setjast í stjórnarstól. Þetta er algerlega rangt.

Þriðja atriðið, sem hv. þm. nefndi, var þegar hann byrjaði á því að segja, að hann ætlaði ekki að ræða um það. hvernig aðdragandi Vestmannaeyjamálsins hefði verið, og flutti svo langa ræðu og sagði margar slúðursögur um, hvernig hað mál allt hefði borið að. En þar fór hann með sannleikann eins og æðioft áður, þar sneri hann réttu máli algerlega við. Hann leyfði sér að halda því fram, að hað frv., sem á sínum tíma var birt í Morgunblaðinu og hann vitnaði hér til, hafi verið frv. ríkisstj. Ég ætla að fullyrða það, að hv. 7. þm. Reykv. fullyrði þetta hér frammi fyrir Alþ. gegn betri vitund, af því að hann veit betur. Hann var staddur á þeim ríkisstjórnarfundi ásamt formanni Sjálfstfl., þar sem þessi frumdrög voru lögð fram. Og hann veit mætavel, að á þeim fundi sagði ég og fleiri af ráðh., að það væri í fyrsta skipti, sem ég sæi þessar till. ýmsar, sem þarna væru á borðinu, og ég gerði manna mest aths. við mörg atriði í þessum frumdrögum og sagði, að ég teldi óhjákvæmilegt að breyta þeim. Þetta veit hv. 7. þm. Reykv. mætavel. Hann getur ekki borið á móti þessu. En þrátt fyrir þetta, þó að það yrði síðan samkomulag um að fara með þessi frumdrög, sem þarna birtist okkur, í þingflokkana til þess að ræða þar þessar hugmyndir, þá leyfir hann sér að haga málflutningi sínum þannig nú, að þetta hafi verið frv. ríkisstj. (Gripið fram í: Hverra frv. var það?) Þetta var vinnuplagg, sem tilteknir sérfræðingar komu með. Þessi hv. þm., sem grípur hér fram í, rauf auðvitað eins og fyrri daginn allan trúnað. Form. Sjálfstfl. hafði fengið þessi vinnuplögg sem trúnaðarmál, en daginn eftir birtist trúnaðarmálið í Morgunblaðinu, af því að ritstjóri Morgunblaðsins, sem nú á hér sæti, tók trúnaðarmálið og birti það undireins, en laug auðvitað til um efni þess. En það var í samræmi við önnur vinnubrögð þessa hv. þm. og ritstjóra í sambandi við þetta mál, og verður kannske komið að því síðar. En með þetta vinnuplagg var farið í flokkana alla, og flokkarnir gerðu, eins og við höfðum gert á þessum sameiginlega fundi, sínar aths. Við í Alþb. gerðum till. um margar breytingar, sem voru teknar til greina flestar á þeim tíma, sem ríkisstj. vann að gerð sins frv., og Alþfl. gerði líka sínar aths., eins og hæstv. forsrh. hefur skýrt hér frá. En hann gerði meira. Formaður Alþfl. tilkynnti, að Alþfl. væri sammála meginatriði í þessum drögum, sem þarna lágu fyrir að frv., sem var frestun á kauphækkuninni. Hann tilkynnti, að hann væri sammála þessum lið. Og ég veitti því alveg sérstaka athygli, að í kannske ekki ýkja nákvæmum fundargerðum ríkisstj. kom skýrt fram, að frá þessu hefði verið, skýrt sem afstöðu Alþfl. En auðvitað var það svo, að þegar Aþfl. frétti síðar um, að það gætu verið aðilar innan ríkisstj., sem væru ekki ásáttir með þessa till., þá tilkynnti þessi sami formaður Alþfl., að Alþfl. ætlaði að snúast í málinu og hlaupa frá fyrri afstöðu sinni og reyna að fella ríkisstj., af því að nú gæti sá möguleiki komið upp.

Auðvitað veit hv. 7. þm. Reykv., Gylfi Þ. Gíslason, mætavel, að það eina frv., sem ríkisstj. hafði komið sér saman um í sambandi við Vestmannaeyjamálið, var það frv., sem lagt var fram á vinnuborði þeirrar n., sem Alþ. kaus síðar í málinu. Það var það eina frv., sem ríkisstj. stóð að. Hitt var eins og hvert annað vinnuplagg, þar sem embættismennirnir höfðu m.a. sett fram ýmsar hugmyndir sínar. En ríkisstj. hafði ekki rætt nema mjög lauslega ýmsar hugmyndir um það, hvað í því frv. ætti að vera.

Ég tel því, að það komi greinilega í ljós, þegar þessi mál eru rædd nánar, að allir þessir þrír liðir, sem hv. 7. þm. Reykv., Gylfi Þ. Gíslason, hefur verið að ræða hér um, eru alveg út í hött og sanna ekkert um það, sem hann vildi færa hér fram sem sannanir fyrir því, að ríkisstj. hefði ekki lengur meiri hl. hér á Alþ.

Ég skal ekki hér, utan dagskrár, fara lengra út í að ræða þessa liði. Þeir verða eflaust ræddir hér ítarlega síðar. Það kemur eflaust að því, að það mál verði rakið fyrir þjóðinni allri, hvernig ýmsir aðilar í þjóðfélaginu hafa staðið að framkvæmdum í sambandi m.a. við Vestmannaeyjamálið, hvaða sögur þeir hafa verið að bera út, hæði um ríkisstj. og aðra ráðamenn í landinu, á sama tíma sem þeir hafa verið önnum kafnir við að bjarga því, sem hægt var að bjarga. Og það verður eflaust kveðinn upp yfir þeim dómur á sínum tíma. En mér þótti full ástæða til þess að láta þetta þó koma fram af minni hálfu, fyrst sérstakt tilefni er gefið til þess hér utan dagskrár.