14.02.1973
Neðri deild: 52. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

159. mál, kaupgreiðsluvísitala

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Mér heyrðist, að hv. síðasti ræðumaður vildi véfengja það, að opinber framlög til tannlækninga hefðu verið aukin. (ÓE: Hlutfallslega.) Nú hlutfallslega, það kom ekki fram, — hefðu verið aukin, sagði þm. Ég skal ekki vera með neinar fullyrðingar í því, en ég vil bara lesa það upp, sem segir í þessari grg.:

„Opinber framlög til tannlæknaþjónustu í þágu almennings hafa verið aukin á seinni árum. án þess að það hafi komið fram í framfærsluvísitölu.“

Ég vil taka það fram, að þessi grg. er samin af embættismanni, sem ég veit, að fer ekki með annað en það, sem fullir stafir eru fyrir. Og ég hygg, að það séu um 50 millj., sem nú er varið til þessa, og það er gert ráð fyrir því og segir þarna, að það séu 100 millj., sem eigi að koma fram í ríkissjóði.

Ég lét þess getið í framsögu minni, að sú n„ sem fengi málið til meðferðar, gæti að sjálfsögðu fengið allar upplýsingar um það, hvernig hugsuð hefur verið skipting á þessu framlagi. Hér er um að ræða framlög til almennrar tannlæknaþjónustu. En ég býst við því, að þetta ákvæði um að miða þarna við ákveðna tölu sé meðfram komið inn vegna þess, að þeir, sem eiga að reikna þetta út, telji sig eiga í nokkrum vanda, vegna þess að tannlæknaþjónusta er nokkuð margbreytileg. Sumir láta fegra tennur sínar með því að láta setja gull í þær og því um líkt, og það mun ekki vera meiningin, að hað komi undir það að vera kallað almenn tannlæknaþjónusta. En ég vil aðeins endurtaka, að hað er ekki ætlunin að halda neinum upplýsingum um þetta leyndum, heldur fær n. að sjálfsögðu aðgang að öllum þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru. Og eins og ég sagði líka í framsöguræðu minni, geri ég ráð fyrir því, að frv. um þetta efni verði lagt fram, þegar hæstv. trmrh. hefur tekið sæti hér á þingi aftur.

Ég ætla ekki að fara út í þær umr., sem hér hafa farið fram. Það gefst tækifæri til þess væntanlega við 2. umr., og þá er ýmislegt af því, sem sagt var í þessum umr., sem ástæða getur verið til að gera aths. við.