26.10.1972
Sameinað þing: 8. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (156)

Umræður utand dagskrár

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég skal verða við því, sem hæstv. forseti ætlast til. að ræða ekki efnislega ummæli hæstv. forsrh. Ég kvaddi mér hljóðs til þess að taka það fram, að mér finnst brýn nauðsyn til þess, að hæstv. ráðh. geri sér grein fyrir eðli og innihaldi stjórnskipunar landsins og stjórnarfars okkar Íslendinga. Samkv. okkar stjórnskipun og stjórnskipunarrétti er ekki nein hemja í því og það er algerlega gengið á snið við eðli málsins, að hæstv. forsrh. einnar ríkisstj. tali í sölum Alþ., í sjónvarpi og í hljóðvarpi og lýsi sínum persónulegu skoðunum, eins og hann orðar það, á viðkvæmustu vandamálum, sem uppi eru í þjóðfélaginu og snerta alla þegna þjóðfélagsins, allan almenning og allar atvinnustéttir. Í slíkum málum hefur fólkið vanizt því fram til þessa, og það er samkv. okkar eigin stjórnskipun, að forsrh. tali fyrir hönd ríkisstj. Þetta er eðli málsins. Hitt er algerlega út í hött hjá hæstv. félmrh., hvort þm. eða aðrir hér innan sala myndi sér persónulegar skoðanir á þessum og öðrum málum. Það kemur ekki málinu við. En hæstv. forsrh. á annaðhvort að tala fyrir bönd ríkisstj. í slíkum málum eða þegja ella.