26.02.1973
Efri deild: 63. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2094 í B-deild Alþingistíðinda. (1647)

148. mál, sala landspildu úr Bjarnanesi í Nesjahreppi

Fram. (Páll Þorsteinsson) :

Herra forseti. Landbn. hefur tekið þetta mál til athugunar og afgreiðslu. Eins og fram kom við 1. umr. um frv., hafði erindi um þetta mál verið sent dóms- og kirkjumrn., og rn. og er því meðmælt, að sú heimild verði lögfest, sem frv. kveður á um, enda er frv. flutt í samráði við hæstv. dóms- og kirkjumrh. Ekki liggur fyrir skrifleg umsögn landnámsstjóra, en í viðtali hefur hann tekið fram, að hann telji eðlilega þá ráðstöfun, sem hér er farið fram á, og hann geti fyrir sitt leyti mælt með samþykkt frv. N, var ásátt um að leggja til, að frv. verði samþ., eins og það liggur fyrir. En þess skal getið, að tveir nm. voru ekki á fundi, þegar málið var afgr. í nefndinni.