26.10.1972
Sameinað þing: 9. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 381 í B-deild Alþingistíðinda. (172)

12. mál, samkeppnisaðstaða íslensks skipasmíðaiðnaðar

Forseti (GTh):

Ég vil benda hv. þm. á það ákvæði í þingsköpum eftir breytinguna, sem gerð var á síðasta þingi, þ.e. við 15. gr., þegar ákveðið var að stofna atvmn. í Sþ., að í þingsköpum segir, að til atvmn. skuli vísa þeim málum í deildum, sem landbn., sjútvn. og iðnn. mundu fjalla um, ef borin væru fram í frumvarpsformi. Mér virðist því eðlilegt, að þetta mál fari til atvmn. hér í Sþ. og geri það að till. í samráði við flm.