28.02.1973
Efri deild: 64. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2184 í B-deild Alþingistíðinda. (1727)

183. mál, lögreglustjóri í Hafnarhreppi í Austur-Skaftafellssýslu

Auður Auðuns:

Herra forseti. Ég hafði fengið um það vitneskju, að hæstv. ráðh. mundi ekki verða á þingfundi nú, að sjálfsögðu bundinn við eitthvað annað. Þegar málið var tekið til umr., kvaddi ég mér hljóðs, því að ég hafði hugsað mér að segja nokkur orð um frv., en hefði þó kosið að gera það, eftir að sá ráðh., sem málið flytur, hefði fylgt frv. úr hlaði. Það hefur sýnt sig, að ráðh. mun ekki fylgja því úr hlaði eða tala við þessa umr., og ég gleymi mér þá til 2. umr. að ræða frv. frekar, ef ekki verða fleiri á mælendaskrá nú við þessa umr.