19.03.1973
Efri deild: 71. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2581 í B-deild Alþingistíðinda. (1967)

30. mál, leigunám hvalveiðiskipa

Frsm. meiri hl. (Bjarni Guðbjörnsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er til staðfestingar á brbl. frá 14. sept. s. l. Það kom fram í umr. um þetta mál, m. a. í allshn. Nd., en n. ræddi við forstjóra Landhelgisgæzlunnar, að skipakostur Landhelgisgæzlunnar var talinn ónógur, þegar aukin verkefni komu til vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur. Landhelgisgæzlan hafði athugað bæði hérlendis og erlendis möguleika á að fá keypt eða leigt skip, en að athuguðu máli var talinn bezti kosturinn, sem um var að tefla. að fá hvalveiðiskip til gæzlunnar. Það tókust hins vegar ekki samningar í upphafi um að fá skipið leigt, og því voru þessi brbl, gefin út. Meiri hl. n. leggur til, að það frv., sem hér liggur fyrir, verði samþ. óbreytt.