21.03.1973
Neðri deild: 65. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2643 í B-deild Alþingistíðinda. (2029)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (GunnG):

Svofellt bréf hefur borizt: „Reykjavík, 21. marz 1973.

Þar sem Ingvar Gíslason, 3. þm. Norðurl. e., dvelur erlendis, óska ég þess fyrir hönd þingflokks framsóknarmanna, að Jónas Jónsson, 1. varamaður flokksins í kjördæminu, taki sæti hans á Alþingi.

Halldór E. Sigurðsson.“

Jónas Jónsson hefur áður tekið sæti á þingbekk á þessu kjörtímabili, og býð ég hann velkominn.