22.03.1973
Efri deild: 75. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2729 í B-deild Alþingistíðinda. (2074)

206. mál, kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum

Frsm. 2. minni hl. (Eggert G. Þorsteinsson) :

Herra forseti. Eins og ég boðaði við 2. umr. málsins, mun ég nú, eftir að brtt. mín við þá umr. var felld, bera fram svo hljóðandi skrifl. brtt., að aftan við 3. gr. frv. komi ný mgr., svo hljóðandi:

„Kjarasamningar undirmanna á botnvörpuskipum, dags. 9. marz 1973, eru úr gildi fallnir.“ Ég vil óska þess við hæstv. forseta, að hann leiti afbrigða fyrir því, að till. megi koma fyrir.