31.10.1972
Sameinað þing: 10. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (210)

40. mál, fangelsismál

Fyrirspyrjandi (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. og dómsmrh. glögg svör, þó að ekki hafi verið til staðar upplýsingar við 4. lið fsp. Ég ræði að sjálfsögðu ekki efnisatriði svaranna, það mun verða gert á öðrum vettvangi, en ég vona, að bæði þingheimur og þjóðin öll sjái af svörunum, að ekki hefur þessi fsp, verið að ástæðulausu fram borin, þegar í svarinu felst m.a., að um s.l. áramót áttu 237 fangar óafplánuð 136 fangelsisár. Hér er um að ræða enn þá alvarlegra ástand heldur en ég hafði gert mér grein fyrir eftir þeim upplýsingum, sem mér höfðu borizt, og er full ástæða til þess að ræða þessar upplýsingar á öðrum vettvangi en í fsp.- tíma.