26.03.1973
Efri deild: 77. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2756 í B-deild Alþingistíðinda. (2113)

197. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á l. um tollskrá. Frv. það, sem hér um ræðir, er í nánum tengslum við samninga, sem gerðir hafa verið við Efnahagsbandalag Evrópu um viðskipti og gagnkvæmar tollalækkanir. Það ríður á miklu, að frv. það, sem hér um ræðir, verði að lögum fyrir vikulok, og þar af leiðir, að reynt hefur verið að hraða þessu máli. N. fjallaði um efni þess á fundi sínum í morgun og komst að raun um, að hér væri einungis um tæknilega breytingu að ræða, en enga raunverulega efnisbreytingu, og mælir með því, að frv. verði samþ. óbreytt.