26.03.1973
Neðri deild: 70. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2783 í B-deild Alþingistíðinda. (2136)

Umræður utan dagskrár

Jóhann Hafatein:

Herra forseti. Út af þessari aths. hæstv. landbrh. man ég það, aukning kaupmáttar atvinnutekna verka-, sjó- og iðnaðarmanna var á síðasta áratug 75%, á sama tíma sem aukning þjóðartekna á mann var 60%. Þessi var aukning þjóðartekna og kaupmáttur atvinnutekna verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna. Þá getur hæstv. landbrh. reiknað, hvernig tekjurnar hafa dreifzt til verkalýðsins og launþeganna á þessum árum, þessu 10 ára tímabili viðreisnarstjórnarinnar, að þessar stéttir hafa ríflega fengið sinn hlut.