27.03.1973
Sameinað þing: 62. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2791 í B-deild Alþingistíðinda. (2152)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (EystJ) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 26. marz 1973.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson, ritari þingflokks Sjálfstfl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Auðar Auðuns, 6. þm. Reykv., sem nú er veik, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Geirþrúður Hildur Bernhöft félagsmálafulltrúi, taki á meðan sæti hennar á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.

Björn Jónsson, forseti Ed.

Vil ég nú biðja hv. kjörbréfanefnd að skoða kjörbréfið og gef til þess 5 mínútna fundarhlé. — Fundi frestað í 5 mínútur.