27.03.1973
Sameinað þing: 63. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2812 í B-deild Alþingistíðinda. (2191)

58. mál, vegagerð í Mánárskriðum

Frsm. (Lárus Jónsson) :

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj. 62 um kostnaðaráætlun við vegagerð í Mánárskriðum. N. hefur athugað þetta mál og fengið umsögn vegamálastjóra, sem er jákvæð, en í henni er þó mælzt til þess, að gerð verði sú breyting á till., að í stað orðsins „áætlun“ komi „frumáætlun“. Allshn. hefur því gefið út svofellt nál.:

Allshn. hefur haft till. til athugunar og fengið umsögn vegamálastjóra. N. leggur til, að till. verði samþ. með þessari breytingu: Í stað orðsins „áætlun“ í tillgr. komi: frumáætlun“.