28.03.1973
Neðri deild: 71. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2833 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

197. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Frv. það á þskj. 374, sem hér er til 1. umr., um breytingar á tollskrá, er eingöngu breyt. að því leyti er varðar samning þann, sem við höfum gert við Efnahagsbandalag Evrópu og kemur til framkvæmda 1. apríl n. k. Þetta frv. var lagt fram í hv. Ed., og gerði ég þá grein fyrir frv., sem reyndar er ekki annars eðlis heldur en skýra frá þessu. Sé ég því ekki ástæðu til að fara út í umr. um það, enda hef ég þegar sagt það, sem um er að ræða. En þar sem fyrirhuguð gildistaka laganna er stutt undan, verð ég að leyfa mér að biðja hv. d. að afgreiða þetta mál á morgun héðan frá hv. Alþ. og treysti því, að hv. fjh.- og viðskn., sem fær þetta mál til meðferðar, geti lokið afgreiðslu sinni, svo að það megi verða.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, en legg til, herra forseti, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjh.- og viðskn.