02.04.1973
Neðri deild: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2942 í B-deild Alþingistíðinda. (2330)

195. mál, happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson); Herra forseti. Þetta frv. er flutt samkv. ósk stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Efni þess er framlenging á happdrættisleyfi dvalarheimilisins um 10 ár. Eins og menn vita, hefur þetta happdrætti staðið undir þörfum framkvæmdum, en það er mikið af óleystum verkefnum, sem þörf er á að vinna að, og stjórn Dvalarheimilisins telur nauðsynlegt að framlengja þetta leyfi, eins og hér er lagt til. Eins og menn vita og fram kemur í aths. við þetta frv., fara 60% af ágóða þessa happdrættis í byggingarsjóð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, en ákveðinn hluti teknanna rennur til byggingarsjóðs aldraðra.

Þetta frv. hefur gengið í gegnum hv. Ed. og var þar samþ. shlj. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um frv., en legg til, að því sé vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.