03.04.1973
Sameinað þing: 65. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2994 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

307. mál, Lagarfossvirkjun

Fyrirspyrjandi (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Mér er kunnugt um, að vegna seinkunar á afgreiðslu á vélasamstæðu frá Tékkóslóvakíu var um seinkun á áætlun um virkjun Lagarfoss að tefla. Enn fremur var það upplýst, að sú seinkun yrði að nokkru bætt með því, að vélasamstæður yrðu stærri, þannig að afl þessa áfanga virkjunarinnar yrði meira. Ég vil ekki draga dul á, að fyrir hefur flogið, að enn frekari seinkun kunni að verða, og þess vegna hef ég leyft mér á þskj. 427, að beina fsp. til hæstv. iðnrh.:

„Hafa orðið breytingar á áætlun um virkjun Lagarfoss? Ef svo er, í hverju eru þær fólgnar?“