03.04.1973
Sameinað þing: 66. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2995 í B-deild Alþingistíðinda. (2366)

81. mál, bætt aðstaða nemenda landsbyggðar sem sækja sérskóla á höfuðborgarsvæðinu

Frsm. (Lárus Jónason) :

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. um bætta aðstöðu nemenda landsbyggðarinnar, sem sækja verða sérskóla á höfuðborgarsvæðinu. N. mælti einróma með samþykkt till. Nál. er stutt og er svo hljóðandi :

N. hefur athugað till. og fengið umsagnir Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Stýrimannaskólans í Reykjavík, fræðslustjórans í Reykjavík, skólastjóra Tækniskóla Íslands og skólastjóra Verzlunarskóla Íslands. N. mælir með samþykkt till. Bjarni Guðnason var fjarverandi afgreiðslu málsins.“