16.10.1972
Efri deild: 3. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

4. mál, Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Frv., sem hér kemur til umr., á það sammerkt með þeim, sem áður hafa verið rædd á fundinum, að það var lagt fram síðla á síðasta þingi og er flutt á ný óbreytt. Þetta frv. til l. um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum miðar að því að samræma ákvæði um þann skóla þeim ákvæðum um Stýrimannaskólann í Reykjavík, sem felast í lögum, sem sett voru á síðasta þingi. Þau lög fólu í sér ýmsar breytingar frá fyrri lagaákvæðum, og þar sem þessar menntastofnanir sjómannastéttarinnar hafa verið hliðstæðar, svo langt sem hvor um sig náði, þá þykir eðlilegt og nauðsynlegt, að ákvæði í 1. um starfsemi þeirra haldist áfram í hendur.

Stýrimannaskólinn í V.m.eyjum menntar stýrimannaefni skemmra en Stýrimannaskólinn í Reykjavík, þ.e. útskrifar aðeins skipstjórnarmenn með réttindum 1, og 2. stigs, og því er í þessu frv. aðeins um þau stig fjallað, en ekki um þau stig, sem Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur fram yfir skólann í Vestmannaeyjum. Meginmarkmiðið með frv, er að tryggja það, að þessir skólar veiti fyllilega sambærilega menntun og að nemendur hafi því greiðan gang á milli skólanna, sér í lagi þeir, sem ljúka fyrri hluta náms við skólann í Vestmannaeyjum og hyggjast afla sér meiri menntunar við skólann í Reykjavík. Ég vil leggja til, herra forseti, að málinu verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og menntmn.