06.04.1973
Neðri deild: 79. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3153 í B-deild Alþingistíðinda. (2605)

176. mál, Fræðslustofnun alþýðu

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Frv. um Fræðslustofnun alþýðu er flutt af Stefáni Gunnlaugssyni og Pétri Péturssyni og gerir ráð fyrir því, að hér verði sett á fót stofnun, er vinni að alhliða alþýðufræðslu og fullorðinsmenntun, svipuð slíkum stofnunum, sem starfað hafa um langt árabil með góðum árangri á hinum Norðurlöndunum. Frv. þessu og grundvallarhugmyndum, sem það byggist á, var mjög vel tekið í menntmn. Hins vegar var upplýst, að nú starfaði á vegum menntmrn. sérstök n., sem í fjallar um fullorðinsmenntun á breiðum grundvelli, og með tilliti til þess, að n. fái þetta frv. og athugi efni þess, varð samkomulag um það í menntmn. að leggja til í hv. d., að frv. verði vísað til menntmn.