09.04.1973
Efri deild: 85. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3215 í B-deild Alþingistíðinda. (2676)

217. mál, norrænn tækni- og iðnþróunarsjóður

Halldór Kristjánsson:

Herra forseti. Svo var ráð fyrir gert, að formaður n. hefði hér framsögu, en eins og nál. ber með sér hefur n. athugað frv. og mælir með samþykkt þess.

Þetta frv., eins og menn sjá, lýtur að staðfestingu á samningi milli Norðurlandanna um sameiginlegan sjóð þeirra. Ég ætla, að það sé ekki ástæða til þess að endursegja hér neitt af því, er segir í aths. og menn hafa eflaust kynnt sér. Það segir raunar alla sögu, sem þarf, enda mun ekki vera neinn ágreiningur um málið. Það er heldur ekki á okkar valdi sem eins aðila að fara raunverulega að breyta því, sem hér segir. Spurningin er nánast, hvort menn sjái nokkurn annmarka á því að formi til að samþykkja þetta og gangast þar með undir þau réttindi og skyldur, sem þátttöku í þessum sjóði fylgja.