10.04.1973
Sameinað þing: 68. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3283 í B-deild Alþingistíðinda. (2752)

304. mál, skipun opinberra nefnda í tíð núverandi ríkisstjórnar

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Það er sami fyrirvari um svarið við þessu og fyrri fsp. En því er til að svara, að núv. ríkisstj. hefur skipað alls 75 n., frá því að hún kom til starfa, og starfa nú 55 n. af þeim, sem hún hefur skipað á starfstíma sínum, í samræmi við það, sem ég sagði um þetta í svari mínu áðan. Skipting á milli rn. er þannig, að forsrn. hefur skipað 6 n., menntmrn. 17, landbrn. 5, sjútvrn. 1, dóms- og kirkjumrn. 8, félmrn. 6, heilbr.– og trmrn. 7, fjmrn. 5, samgrn. 1, iðnrn. 17 og viðskrn. 2 nefndir. Áður hafði ég skýrt frá því, hve margar af þessum n. hefðu lokið störfum sínum, og læt ég því þetta svar nægja.