10.04.1973
Sameinað þing: 69. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3296 í B-deild Alþingistíðinda. (2773)

50. mál, samstarf Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga að fiskveiðum

Frsm. (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Atvmn. hefur haft til athugunar till. til þál. um samstarf Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga að fiskveiðum og fisksölu. Till. fjallar um það, að Alþ. skori á ríkisstj. að beita sér fyrir viðræðum milli áður nefndra aðila um samstarf þessara þjóða að skynsamlegri hagnýtingu fiskimiðanna á Norðaustur-Atlantshafi, verndun fiskstofna og að fisksölumálum, jafnframt verði athugað með hvaða hætti Grænlendingar geti orðið aðilar að slíku samstarfi.

N. leitaði umsagnar ýmissa aðila um þessa till., og var á það bent í sumum umsögnunum, að samstarf af þessu tagi ætti sér nú þegar stað að nokkru leyti. En almennt var í umsögnunum látið uppi jákvætt viðhorf til þess, að lengra yrði haldið á þeirri braut og að þessi till. yrði samþ. á Alþ. N. mælir því einróma með því, að till. verði samþ. óbreytt.