13.04.1973
Sameinað þing: 71. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3481 í B-deild Alþingistíðinda. (3006)

226. mál, ný höfn á suðurstönd landsins

Frsm. (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft þessa till. til athugunar og rætt hana, og fékk hún á sinn fund vita- og hafnamálastjóra og ræddi málið við hann. Veitti hann n. ýmsar upplýsingar um aðstæður á Suðurlandi til hugsanlegrar hafnargerðar. Með hliðsjón af þeim atburðum, sem gerzt hafa í Vestmannaeyjum, voru allir nm. sammála um, að sú athugun, sem þáltill. gerir ráð fyrir, fari fram sem fyrst og enginn staður, þar sem líklegt er að byggja megi höfn, verði eftir skilinn við þá athugun, hvorki þar sem telst höfn nú né þar sem engin höfn er, en talið væri að mætti gera slíkt mannvirki, er komið gæti að fullum notum.

Þáltill. gerir ráð fyrir, að skipaðir verði 6 menn, tilnefndir af þar tilgreindum aðilum, til þess að framkvæma athugunina, en fjvn. vill fjölga þeim um einn, þannig að nm. verði 7. Þykir n. eðlilegast að samtök sveitarfélaga á Suðurlandi tilnefni sjöunda nm. Gerir n. um þetta brtt. í nál. sínu, sem er prentað á þskj. 655, og væntir þess, að hv. alþm. geti fallizt á þáltill. með þessari breytingu.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta mál nú, því að hvort tveggja er, að í grg. með þáltill. og í framsöguræðu hv. 1. flm., þegar hann mælti fyrir þessu nauðsynlega þingmáll, komu fram þau rök og upplýsingar, sem ég tel að hafi verið fullnægjandi.

Ég læt þess vegna máli mínu lokið og vona, að till. með þeirri breytingu, sem fjvn. leggar til, fái jákvæða og fljóta afgreiðslu.