14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3525 í B-deild Alþingistíðinda. (3066)

192. mál, lífeyrisréttindi sjómanna

Eggert G:

Þorsteinsson: Herra forseti. Ég hefði að sjálfsögðu sem fyrri flm. þessarar þáltill. heldur kosið, að gengið hefði verið hreint til verks og till. samþ., svo litill ágreiningur sem ætla má að hefði orðið um þessa till. Eigi að síður fagna ég þeim jákvæðu forsendum, sem till. er vísað til ríkisstj. á, og þann hug, sem að baki liggur, og vænti þess, að það verði a.m.k. ekki véfengt, að það er skoðun Alþ., að þessi mál beri að kanna til hlítar með þeim hætti, sem kostur er á.

Ég þakka sem sagt n. fyrir skjóta og góða afgreiðslu. Þó að ég hefði óskað eftir því, að hún yrði með nokkuð öðrum hætti, sætti ég mig við orðinn hlut og treysti því, að ríkisstj. taki þessi mál til gaumgæfilegrar athugunar.