14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3529 í B-deild Alþingistíðinda. (3076)

19. mál, olíuverslun

Frsm. minni hl. (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Ég skal ekki tefja þessar umr. mikið. Að því er varðar ræðu hv. þm. Björns Pálssonar, þá ætla ég ekki að fara út í þau mál núna, því að það mundi tefja tímann allt of mikið ef við færum að ræða það. En það voru upplýsingar hæstv. sjútvrh., sem kom mér til að standa hér upp og þakka honum fyrir að fullvissa okkur nú um, að það muni verða skipuð n. til þess að gera nákvæmlega það, sem við höfum lagt til í okkar till. Eftir þessar upplýsingar get ég ekki séð, að það geri neinn skaða, þó að till. verði samþ., því að það er nákvæmlega þetta, sem hann segizt ætla að gera, og ég er enn harðari en áður á því, að nú sé einmitt upplagt tækifæri til að bakka hæstv. ráðh. rækilega upp og samþ. till.