14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3532 í B-deild Alþingistíðinda. (3081)

17. mál, fiskveiðar og fiskvinnsla í Norðurlandskjördæmi vestra

Frsm. minni hl. (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Ég skal taka fyllsta tillit til óska forseta. Í fyrsta lagi langar mig til að minna á það, að álitið á þskj. 672, er nefnt frá meiri hl. atvmn., það eru 3 af 7, og ég átta mig ekki alveg á þeirri reikningskúnst, en það skiptir ekki máli. Það er líka alveg rétt, að ég hef mikið lært af hv. þm. Birni Pálssyni, og ég veit, að margir fleiri þm. hafa fært mikið af honum. Ég hafði flutt þessa till. á öndverðu þingi eingöngu til þess að vekja athygli á því, hvort ekki væri hægt að byggja eitthvað sterkari undirstöðu undir atvinnumál þessa kjördæmis, sem ég held, að allir, sem til þekkja, viðurkenni, að sé með veikari kjördæmum landsins að því er atvinnumál snertir. Þetta var tilgangur minn með tillöguflutningnum.

Það er alveg rétt, sem hv. þm. Björn Pálsson sagði, að undirtektir voru yfirfeitt neikvæðar, og ég hef ekkert við það að athuga. Þó voru t.d., man ég eftir, einhver verkalýðsfélög, jákvæð í málinu, og með tilliti til þess og til þess að reyna að ná samstöðu um málið hafði ég leyft mér að flytja á þskj. 595 brtt., sem hv. þm. las upp, en ég ætla að leyfa mér að lesa aftur með leyfi forseta:

Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að gera á því sérstaka athugun, hvort hægt sé að efla atvinnumál í Norðurl. v. og með hvaða hætti, má t.d. nefna með samvinnu eða samruna atvinnufyrirtækja“.

Hér er einmitt að byrja að koma fram það, sem hlaut að koma, t.d. samvinna á milli Hofsóss og Sauðárkróks, sem ég tel þýðingarmikið spor. Ég get ekki skilið, að það meiði neinn, þó að svona till.samþ., sem er afskaplega nálægt því, eins og hv. þm. Björn Pálsson sagði, að vísa henni til ríkisstj. En það er ofurlítið meiri áherzla á því, að það þurfi að athuga þessi mál, og Alþ. felur ríkisstj. að gera sérstaka athugun. Ég get ómögulega skilið þá menn, sem geta ekki fallizt á, að þetta sé samþ. En af því að tíminn er naumur, skal ég láta máli mínu lokið, en ítreka, að ég hef gert meginbreytingu á till., auðvitað í trausti þess, að hv. þm. geti samþ. hana.