14.04.1973
Efri deild: 94. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3552 í B-deild Alþingistíðinda. (3103)

169. mál, heilbrigðisþjónusta

Frsm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð í sambandi við afgreiðslu þessa máls.

Hv. 6. þm. Reykv. dró hér áðan till. sína og hv. þm. Eggerts G. Þorsteinssonar til baka á þeim forsendum, að það hefði verið samkomulag um það í n., að málið yrði í heild skoðað milli 2. og 3. umr. Þetta er rétt að því leyti til, að um það náðist samkomulag, að færi frv. þannig frá 2. umr., að ljóst væri, að á því yrðu breytingar, þannig að Nd. fengi frv., þá var lofað fundi til að athuga málið. Ef hins vegar engin breyting verður á frv. milli 2. og 3. umr., þá lýsi ég því yfir, að þá sé ég enga ástæðu til þess að fara með þetta mál fyrir nefndarfund og mundi þess vegna óska eftir því, að ef fundur verður hér á eftir, þá verði málið þar tekið til 3. umr. og því lokið og úrslit fengjust hér í d. hreinlega um þetta mál. Ég vildi aðeins taka þetta fram út af því, sem 6. þm. Reykv. sagði hér áðan, að fái Nd. sýnilega þetta frv. til meðferðar, þ.e. eftir að það kemur í ljós, strax eftir 2. umr. þá er ekkert á móti því að líta eitthvað á frv. Að öðrum kosti sé ég enga ástæðu til þess. Þá stöndum við í nákvæmlega í sömu sporum og við stóðum, þegar við vorum á nefndarfundum síðast.