14.04.1973
Efri deild: 94. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3556 í B-deild Alþingistíðinda. (3111)

219. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Félmn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 8 22. marz 1972, um tekjustofna sveitarfélaga. Frv. er áður komið frá Nd., og var þar fullkomin eining um málið. Svo var einnig í félmn., þar samþ. allir að mæla með frv., sem felur í rauninni í sér aðeins tvær breyt., þ.e. í annan stað, að jöfnunarsjóðsframlag til sveitarfélaganna skuli nú greitt mánaðarlega í stað ársfjórðungslega áður í samræmi við breytta skipan á innheimtu aðstöðugjalds, og í öðru lagi, að sveitarfélög skuli ekki fá þetta framlag, fyrr en þau hafa gert skil á sínum ársreikningum, sbr. lög um það efni. — N. mælir með samþykkt frv.