16.04.1973
Efri deild: 97. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3593 í B-deild Alþingistíðinda. (3208)

236. mál, launaskattur

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. ég tel mig knúinn til þess að taka til máls við þessa umr. til að vekja athygli á vissu atriði varðandi þetta mál, sem er mjög þýðingarmikið. Það hefur áður á þessu þingi verið flutt frv. um breyt. á lögum um launaskatt. Það var í des. s.l. Það var samþ. Voru töluverðir meinbugir á þeirri lagagerð, og hæstv. fjmrh. gaf yfirlýsingar varðandi málið. Nú tel ég mig tilbúinn að taka þetta mál upp aftur af sérstöku tilefni, og ég vil óska þess, að fjmrh. verði hér viðstaddur.