16.04.1973
Sameinað þing: 73. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3659 í B-deild Alþingistíðinda. (3258)

Skýrsla um utanríkismál

Forseti (Eyst J) :

Ég vil aðeins taka það fram út af því, sem hæstv. ráðh. sagði áðan um framígrip, að mér er það mjög nauðugt að reyna að kæfa niður framígrip eða framítökur hv. þm., vegna þess að ég tel, að slíkt geti verið gagnlegt fyrir umræðurnar og gert þær á ýmsan hátt eðlilegri. En ég vil líka treysta á það, að hv. þm. gangi ekki lengra í því en góðu hófi gegnir og það trufli ekki ræðumenn. (Félmrh: Forseti á að tryggja ræðumanni frið í ræðustólnum.) Ýmislegt má nú bjóða okkur. sem erum vanir sínu af hverju, en ég vil biðja menn að stilla þessu samt sem áður í hóf.