17.04.1973
Sameinað þing: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3726 í B-deild Alþingistíðinda. (3356)

306. mál, radíóstaðsetningartæki skipa

Fyrirspyrjandi (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. ráðh. fyrir svör hans. En hann hefði vel mátt geta þess um leið að þegar svarað var fyrirspurninni 1971 og eins fsp. 1969, þrátt fyrir að svör kæmu fram um, hvað unnið hefði verið af n. á þeim tíma, voru engar till. frá henni komnar fram um það, sem um er spurt, og er ekki enn. En ég spurði af gefnu tilefni, vegna þess að heyrst hafði í röðum skipstjórnarmanna í félagsskap þeirra og reyndar víðar, að ákvörðun hefði verið tekin um þetta. En ég heyri, að svo er ekki, en vænti þess vegna hinnar miklu þýðingar, sem málið hefur fyrir siglingar og fyrir fiskveiðar okkar sérstaklega, að það verði fylgzt vel með þróun Omega-kerfisins og væntanlega tekin ákvörðun um það eða annað kerfi sem fyrst.