17.04.1973
Sameinað þing: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3731 í B-deild Alþingistíðinda. (3364)

308. mál, olíumöl

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Ég kem hér í stað hv. þm. Odds Ólafssonar, sem er veikur, en hefur flutt eftirfarandi fsp. til hæstv. samgrh.:

„1. Hvað líður framkvæmd þál. frá 18. maí 1972 um kerfisbundna leit að nothæfu efni í olíumöl?

á. Hve margir kaflar, 2 km eða lengri, eru tilbúnir til lagningar olíumalar eða annars bundins slitlags á þjóðvegum landsins?

3. Hvar eru þessir vegakaflar, og hver er samanlögð lengd þeirra?“