17.04.1973
Sameinað þing: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3740 í B-deild Alþingistíðinda. (3379)

249. mál, endurskoðun bankakerfisins

Sjútvrh. (Lúðvik Jósepsson):

Herra forseti. Ástæðan til þess, að frv. hefur ekki enn verið lagt fram um sameiningu banka, er sú, að enn er unnið að því að ná samkomulagi um málið. Eins og öllum hv. þm. er kunnugt, var skipuð sérstök n. á s.l. sumri, bankamálanefnd, sem gerði allrækilega athugun á bankakerfinu, mjög ítarleg skýrsla hefur verið lögð fyrir alla þm., sem þessi n. samdi, og í beinu framhaldi af störfum n. lét ég semja frv. um sameiningu tveggja ríkisbauka. Þetta frv. hefur legið hjá ríkisstj. til athugunar, og það er enn verið að fjalla um það við ýmsa þá aðila, sem hafa mest með þetta mál að gera. Mér þótti réttara að draga nokkuð að leggja fram frv., meðan þess var freistað að ná betri samstöðu um málið. Samstaða um mál eins og þetta verður ekki aðeins fengin innan ríkisstj., heldur þarf hér að koma til miklu víðtækari samstaða. Að því er sem sagt unnið, en fyrr eða síðar verður frv. að sjálfsögðu lagt fram hér á þinginu.