09.11.1972
Sameinað þing: 14. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (370)

52. mál, kavíarverksmiðja á Norðausturlandi

Flm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég þakka þær undirtektir, sem þessi till. hefur fengið, og vil taka það sérstaklega fram, að það er fyrst og fremst athugunin, sem við vorum að fiska eftir. Frá mínu sjónarmiði er það alls ekkert atriði, að þetta verði á þessum stað eða hinum, enda stendur, held ég, í till. í lokin: Staðarval fari eftir hagkvæmni og atvinnuþörf. Ég skal taka undir orð síðasta ræðumanns. Það var bara athugunarleysi mitt að biðja ekki einhvern úr Norðurl. v. að vera flm.till. Það má frá mínu sjónarmiði alveg eins standa á Norðurlandi, ég eins er það alveg opið frá mínu sjónarmiði, hvort staðirnir verða fleiri eða færri, sem þetta er unnið á, þegar rannsókn leiðir hið rétta í ljós, hvort betra er.