14.11.1972
Sameinað þing: 15. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

51. mál, samgöngur milli Akraness og Reykjavíkur

Félmrh. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Hv. 8. landsk. þm. ber fram í fyrsta lagi þessa spurningu: „Er ráðh, sammála því, að með ákvörðun um lagningu hraðbrautar fyrir Hvalfjarðarbotn (sbr. vegáætlun 1972–1975), hafi Alþ. fallizt á þá skoðun Hvalfjarðarnefndar, að hafna beri hugmyndum um brú, jarðgöng eða ferju, en leggja veg með varnalegu slitlagi fyrir fjörðinn?“

Í bréfi Hvalfjarðarnefndar til samgrn., sem dags, er 20. sept. s.l. og pentað er með nál., kemur fram, að við gerð vegáætlunar fyrir árin 1972–1975 var fjvn. Alþ. gerð munnlega grein fyrir niðurstöðum n. í framhaldi af því var svo tekin inn í vegáætlun fyrir árin 1972–1975 fjárveiting til lagningar á hluta af væntanlegri hraðbraut fyrir Hvalfjarðarbotn. Þar sem hvorki kom fram ágreiningur í fjvn. um þetta atriði né við afgreiðslu vegáætlunar á Alþ., verður að líta svo á, að Alþ. hafi samþykkt þessa niðurstöðu n., og á þetta auðvitað bæði við hv. fyrirspyrjanda og ráðh. sem og aðra þm.

Þá er önnur spurningin á þessa leið: „Ef svo er, ætlar ráðh. að framkvæma till. n. um, að rekstraröryggi og rekstrarafkoma farkosts til farþegaflutninga milli Akraness og Reykjavíkur verði könnuð til hlítar, þ. á m. skíðaskips og þyrlu? Sé svo, hvenær og hvernig á slík athugun að fara fram?

Svo verður að líta á, að nú sé lokið þeirri athugun á samgöngumöguleikum um Hvalfjörð, sem Alþ. óskaði eftir, að framkvæmd yrði með þál. hinn 18. apríl 1967. Þar sem mjög skammt er liðið síðan álit Hvalfjarðarnefndarinnar var lagt fram, hefur rn. ekki gefizt tími til að athuga þá ábendingu, sem fram kemur í nál. um, að æskilegt væri að rannsaka sérstaklega tiltekna möguleika til fólksflutninga beint milli Akraness og Reykjavíkur. Má vel vera, að nánari athugun leiði í ljós, að æskilegt sé að láta fara fram sérstaka könnun á heppilegustu lausn á fólksflutningum beint milli Akraness og Reykjavíkur. Væri og eðlilegt, að samgn. Alþ. hugleiddu það mál í sambandi við ákvörðun á ríkisstyrk til sjóflutninga þessa leið í fjárl. ársins 1973, sérstaklega þar sem nú er vitað, að skip það, sem notað er til þessara flutninga, muni vart verða nothæft til þeirra í mörg ár enn.

Þriðja spurning hv. þm. var á þessa leið: „Telur ráðh. rétt, að slík könnun verði einnig látin ná til frekari athugunar á nauðsyn og hagkvæmni nýrrar bifreiðaferju milli Akraness og Reykjavíkur, ekki sízt með tilliti til þess, að með núverandi framkvæmdahraða muni taka um 12 ár að fullgera hraðbraut fyrir Hvalfjörð til Akraness?“ Í áliti Hvalfjarðarnefndar kemur fram á bls. 63–64, að sérstök athugun var gerð á rekstri bifreiðaferju á milli Akraness og Reykjavíkur, og varð niðurstaðan sú, að mjög mikið vantaði á, að það fyrirtæki gæti talizt arðbært. Verði hins vegar horfið að því ráði að láta gera sérstaka athugun á fólksflutningum milli Akraness og Reykjavíkur, og það tel ég mjög eðlilegt, að gert yrði, þá virðist ástæðulítið að binda þá athugun fyrirfram við aðeins tvo gefna valkosti, en hvor tveggja þeirra kæmi þó áreiðanlega mjög til greina.