05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1011 í B-deild Alþingistíðinda. (708)

67. mál, bundnar innistæður hjá Seðlabankanum

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að leiðrétta þann misskilning hjá hv. 7. þm. Reykv., að ég hafi einhvern tíma deilt sérstaklega á hann eða aðra fyrir bindingarreglur Seðlabankans. Það er mesti misskilningur.

Hann má leita og leita vandlega, og hann mun ekki finna nein ummæli eftir mér höfð um það. Þetta er aðeins lítil ónákvæmni hjá honum. En það er mál út af fyrir sig, hvernig þessi regla er framkvæmd á hverjum tíma. Ég vil benda á, að í tíð núv. ríkisstj. hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að afurðalán framleiðsluatvinnuveganna hækkuðu úr 70% af heildarlánunum upp í 75%, og vextir hafa einnig verið lækkaðir.