05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1013 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

280. mál, sjónvarp

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti Ég hef leyft mér að bera fram á þskj. 99 fsp. til hæstv. menntmrh. Þessar fsp. eru í 4 liðum og eru á þessa leið:

„1. Hversu margir sveitabæir í Vestfjarðakjördæmi geta enn ekki náð útsendingum sjónvarps?

2. Hefur verið gerð áætlun um kostnað við að koma þessum bæjum í sjónvarpssamband?

3. Er unnið áfram að framkvæmdum í þessu sambandi? Sé svo, hvenær má vænta þess, að þeim verði lokið?

4. Hefur verið gerð athugun á því, hvort unnt sé að láta útsendingar sjónvarps ná til fiskimiðanna út af Vestfjörðum? Sé svo, hver er þá áætlaður kostnaður af þeirri framkvæmd? Er líklegt, að ráðizt verði í þá framkvæmd fljótlega?“